REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,
nr. 411 11. nóvember 1993.
1. gr.
4. gr. breytist þannig:
2. málsl. í lið 04.10 (3), sbr. reglugerð nr. 70/1998, orðist svo: "Hætta! Notið ekki barnabílstól í sæti ef uppblásanlegur öryggispúði er framan við það."
2. gr.
7. gr. breytist þannig:
a. Liður 07.00 (1), 1. málsl., sbr. reglugerð nr. 70/1998, orðist svo:
Óheimilt er að nota önnur ljósker, perur eða glitaugu á ökutæki en þau sem boðin eru eða heimiluð í reglugerð þessari eða öðrum reglum sem ráðuneytið setur.
b. Liður 07.10 (2), 5. þankastrik, sbr. reglugerð nr. 70/1998, orðist svo:
- hliðarljósker; á bifreið sem er 6,0 m eða styttri.
c. Liður 07.50 (1), 3. þankastrik, sbr. reglugerð nr. 70/1998, orðist svo:
- hættuljósker.
d. Við lið 07.50 (1) bætist nýtt (8.) þankastrik sem orðist svo:
- hliðarljósker; á eftirvagn sem er lengri en 6,0 m.
e. Liður 07.50 (2), 5. þankastrik, sbr. reglugerð nr. 70/1998, orðist svo:
- hliðarljósker; á eftirvagn sem er 6,0 m eða styttri.
f. 2. málsgrein liðar 07.50 (9), sbr. reglugerðir nr. 242/1994 og 70/1998, orðist svo:
Ákvæði liða 07.50 (1), 7. þankastrik, og 07.50 (1), 8. þankastrik, gilda um eftirvagn sem skráður er eftir 1. janúar 1999.
3. gr.
24. gr. breytist þannig:
Liður 24.10, sbr. reglugerðir nr. 242/1994, 401/1994 og 70/1998, orðist svo:
24.10 Bifreið
(1) Öryggisbelti og tengdur búnaður skal vera viðurkenndur skv. EBE tilskipun nr. 77/541 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun 96/36, ECE reg. nr. 16.04 eða FMVSS staðli nr. 209. Einnig skal beltið vera e-, E- eða DOT-merkt og merkt framleiðanda.
(2) Öryggisbelti skal vera tryggilega fest við styrkta hluta bifreiðar. Festur fyrir öryggisbelti teljast vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 76/115 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 96/38, eða sambærileg ákvæði eru uppfyllt.
(3) Barnabílstóll skal vera viðurkenndur og E-merktur skv. ECE reg. nr. 44.03 eða viðurkenndur skv. viðeigandi FMVSS eða CMVSS stöðlum.
(4) Í bifreið skal vera viðvörunarþríhyrningur.
(5) Gildistaka: Ákvæði liðar 24.10 (3) gilda um barnabílstóla sem teknir eru í notkun eftir 1. september 1998.
4. gr.
25. gr. breytist þannig:
b-liður, sbr. reglugerð nr. 70/1998, orðist svo:
önnur ljósker, perur eða glitaugu á ökutæki en þau sem boðin eru eða heimiluð í 7. gr.
5. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 60. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 16. febrúar 1998.
Þorsteinn Pálsson.
Stefán Eiríksson.