Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

697/1995

Reglugerð um rétt tiltekinna EES-ríkisborgara og EES-félaga til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum - Brottfallin

 

20. desember 1995                                                                                                          Nr. 697      

 Reglugerð

um rétt tiltekinna EES-ríkisborgara og EES-félaga til

að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum.

 

1. gr.

Eftirtaldir aðilar, einstaklingar, félög eða aðrir lögaðilar, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. tölul. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna:

a.      Launþegar, sem eru ríkisborgarar í aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES-ríkisborgarar) og starfa sem slíkir hér á landi, eða hafa EES-dvalarleyfi.

b.      EES-ríkisborgarar sem hafa staðfestu eða ætla að staðfesta sig hér á landi til að stunda sjálfstæða starfsemi

c.       EES-ríkisborgarar sem eiga heimili í öðru aðildarríki og hafa sett á fót eða hyggjast setja á fót útibú eða umboðsstöð hér á landi eða hyggjast inna af hendi þjónustustarfsemi hér.

d.      Félög, svo og aðrir lögaðilar, sem stofnuð eru í samræmi við löggjöf í aðildarríki og sett hafa á fót eða hyggjast setja á fót útibú eða umboðsskrifstofu eða hyggjast inna af hendi þjónustustarfsemi hér á landi.

            Félög þau og aðrir lögaðilar sem falla undir d-lið 1. mgr. skulu annað hvort hafa aðalstöðvar eða aðalstarfsemi innan EES eða hafa þar heimili samkvæmt samþykktum sínum.  Ef um er að ræða heimili samkvæmt samþykktum skal starfsemi lögpersónunnar hafa raunveruleg og viðvarandi tengsl við atvinnulífið í aðildarríki.

2. gr.

Heimild samkvæmt 1. gr. tekur einungis til eignar- og afnotaréttar yfir

1.      eign sem nota á sem nauðsynlegan bústað allt árið fyrir þann sem réttinn vill öðlast, eða

2.      eign sem er forsenda þess að sá sem réttinn vill öðlast geti stundað sjálfstæða starfsemi eða innt af hendi þjónustustarfsemi.

3. gr.

Þinglýsing skjals um heimild yfir fasteign án sérstaks leyfis á grundvelli 1. gr. er háð því að rétthafinn leggi fram yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann eða félagið falli undir einhvern þeirra hópa sem tilgreindir eru í 1. gr. og að eignarinnar sé aflað í því skyni sem greinir í 2. gr.

Ef eignar er aflað í því skyni að nota hana sem nauðsynlegan bústað rétthafans allt árið skal enn fremur koma fram í yfirlýsingunni að eignin sé ekki ætluð til eða notuð sem sumarbústaður eða annars konar húsnæði sem notað er hluta úr ári eða sem útivistarsvæði.

Þegar um er að ræða launþega skulu einnig koma fram í yfirlýsingunni upplýsingar um nafn vinnuveitanda og heimili, nema EES-dvalarleyfi launþegans fylgi.  [...]1

1) Reglugerð nr. 60/1996

4.gr.

            Yfirlýsing samkvæmt 3. gr. skal vera hluti af heimildarskjalinu og vera undirrituð af rétthafanum.  Sýnishorn af formi yfirlýsingar er prentað sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 2. tölul. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19 6. apríl 1966, sbr. lög nr. 133 31. desember 1993, öðlast gildi 1. febrúar 1996.

Dóms og kirkjumálaráðuneytið, 20. desember 1995.

Þorsteinn Pálsson

____________________

Þorsteinn Geirsson

Fylgiskjal:

Sýnishorn yfirlýsinga:

A. Yfirlýsing vegna kaupa á eða afnota af íbúðarhúsnæði til eigin nota.

            Undirritaður kaupandi/afnotaréttarhafi fasteignarinnar lýsi því hér með yfir að viðlagðri refsiábyrgð samkvæmt 146. gr. almennra hegningarlaga,

ég er ríkisborgari í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu

ég samkvæmt reglum EES samningsins hef heimild til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi á Íslandi /eða: ég er ráðinn til starfa sem launþegi hjá ........ /eða: ég hef EES-dvalarleyfi hér á landi (fylgir),

eignina mun ég nota sem ársíbúð fyrir mig,

eignin er hvorki sumarhús bé útivistarsvæði né verður nýtt þannig.

B. Yfirlýsing vegna kaupa á eða afnota af fasteign vegna staðfestu /eða: til að nota við að inna af hendi þjónustustarfsemi.

Undirritaður kaupandi/afnotaréttarhafi fasteignarinnar lýsi því hér með yfir að viðlagðri refsiábyrgð samkvæmt 146. gr. almennra hegningarlaga,

ég er ríkisborgari í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu /eða: félagið/lögaðilinn er stofnað í samræmi við löggjöf EES ríkis

ég/félagið/lögaðilinn samkvæmt reglum EES um staðfesturétt /eða: um þjónustustarfsemi hef heimild til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi sem ......../eða: til að stofna útibú eða umboðsstöð /eða: til að inna af hendi þjónustustarfsemi hér á landi,

eignin er forsenda þess að ég/félagið/lögaðilinn geti starfað hér á landi,

eignin er hvorki sumarhús né útivistarsvæði né verður nýtt þannig.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica