Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

1137/2008

Reglugerð um breyting á reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu, nr. 322 9. apríl 2001, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 362/2008:

Við bætist nýr töluliður, er verður 6. tl., svohljóðandi: Ríkislögreglustjóra er heimilt að miðla upplýsingum til tryggingafélags um punktastöðu vátryggingataka úr ökuferilsskrá, enda liggi fyrir upplýst samþykki vátryggingataka.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 3. mgr. 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19 26. mars 1991, i-lið 1. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, sbr. lög nr. 15 14. apríl 2000 og 3. mgr. 45. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónu­upplýsinga, nr. 77 23. maí 2000, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 11. desember 2008.

Björn Bjarnason.

Halla Bergþóra Björnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica