Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

6/2009

Reglugerð um breyting á reglugerð um skotelda, nr. 952/2003, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

1. málsgrein 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Almenn notkun og sala á skoteldum til almennings er óheimil nema á tímabilinu 28. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum, nema á skoteldum í flokki 1 sem má nota allt árið. Smásala annarra skotelda er aðeins heimil á viðurkenndum sölu­stöðum. Í sérstökum tilvikum, og að fenginni rökstuddri tillögu þar um, er þó lögreglu­stjóra heimilt að leyfa almenna notkun og sölu á skoteldum í einn dag á tímabilinu eftir þrettánda dag jóla og fram að sunnudegi þar á eftir.

2. gr.

3. mgr. 24. gr. orðast svo:

Smásöluleyfi má aðeins veita fyrir það tímabil sem tilgreint er í 1. mgr. 2. gr., og skulu umsóknir um slík leyfi berast lögreglustjóra a.m.k. 4 vikum fyrir áætlað sölutímabil. Þessi tímafrestur gildir þó ekki þegar sótt er um viðbót við leyfi sem þegar hefur verið veitt, sbr. ákvæði 3. málsl. 1. mgr. 2. gr.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 33. gr. og 39. gr. vopnalaga, nr. 16/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 8. janúar 2009.

Björn Bjarnason.

Ragna Árnadóttir.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica