Samgönguráðuneyti

617/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, nr. 289/1995

Stofnreglugerð:

1. gr.

11. gr. breytist þannig að við bætast eftirtalin ný þjónustumerki:


E07.24 Hestakerruleiga E07.24 Hestakerruleiga

Merki þetta vísar á stað þar sem hægt er að leigja kerrur sem eru sérstaklega ætlaðar til flutnings á hestum.


E08.71 Barnaleikvöllur E08.71 Barnaleikvöllur


Merki þetta vísar á leikvöll barna eða afgirt leiksvæði.


2. gr.

17. gr. breytist þannig að við bætist nýtt undirmerki sem hér segir:


J09.xx Leiðbeinandi hámarkshraði J09.xx Leiðbeinandi hámarkshraði





Merki þetta er notað með nokkrum viðvörunarmerkjum (A) og sýnir þann hámarksökuhraða sem er ráðlagður á þeim vegarkafla sem viðvörun nær yfir. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan hraða. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið J09.50


3. gr.

1. mgr. 23. gr. verði svohljóðandi:

Miðlína (L1x-2x) er milli umferðar í gagnstæðar áttir. Veg utan þéttbýlis sem er með 5,5 m breiða akbraut eða breiðari skal marka með miðlínu. Óháð breidd akbrautar skal einnig marka akbraut með miðlínu þar sem vegsýn er takmörkuð, áður en komið er að gangbraut, stöðvunarlínu, umferðareyju, umferðarmerki á akbraut eða stað þar sem fyrirstaða er á akbraut. Miðlínur skulu vera 100-200 mm breiðar og eru þessar:


4. gr.

1. mgr. 24. gr. verði svohljóðandi:

Deililína (L3x) er milli umferðar í sömu átt á akbraut, enda sé breidd hverrar reinar 2,75 m eða meiri. Línur sem marka akreinar fyrir almenna umferð skulu vera 100-150 mm breiðar en þær sem marka aðreinar, fráreinar eða akreinar fyrir sérstaka umferð, t.d. strætisvagna, skulu vera 200-300 mm breiðar. Deililínur eru þessar:


5. gr.

26. gr. verði sem hér segir:

Stýrilína (L44) er brotin lína sem nota má til þess að afmarka sérstakar akreinar fyrir umferð sem beygir á vegamótum. Stýrilínur skulu vera 100-200 mm breiðar.


6. gr.

31. gr. breytist sem hér segir:

Stefnuör (N2x). Áletranir (N3x). Stefnuör á akbraut bendir á þá akrein sem nota skal ef ætlunin er að aka í þá átt sem örin vísar. Önnur tákn, s.s. táknmyndir umferðarmerkja eða letur má setja á akbraut til að vekja athygli á umferðarmerkjum eða öðrum atriðum umferðinni viðkomandi. Miðja stefnuörva og áletrana skal alltaf vera á miðju akbrautar.


Stefnuör (N2x). Áletranir (N3x).


N25


7. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 79. og 84. gr. umferðarlaga nr. 50, 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 22. júní 2005.


Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica