1. gr.
Við 1. mgr. 1. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Þær vörur sem getið er um í viðauka VII við reglugerðina teljast annaðhvort vera skoteldar eða sprengiefni. Leiki vafi á undir hvorn flokkinn vörur falla þá sker ríkislögreglustjóri úr, að fenginni umsögn Vinnueftirlitsins.
2. gr.
Á eftir viðauka VI við reglugerð þessa bætist nýr viðauki, viðauki VII, svohljóðandi:
VIÐAUKI VII
Hlutir sem krafist er ákvörðunar um hvort teljist flugeldavörur eða sprengiefni.
SÞ nr. |
Heiti og lýsing |
Flokkur/deild |
Orðalisti |
G-flokkur |
|||
0121 |
Kveikjur |
1.1 G |
Kveikjur Hlutir sem innihalda eina eða fleiri tegund sprengiefna sem notaðir eru til að setja af stað sprengibruna í sprengifimri tundurslóð. Þá má ræsa efnafræðilega, með rafmagni eða vélrænt |
0314 |
Kveikjur |
1.2 G |
Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0121 |
0315 |
Kveikjur |
1.3 G |
Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0121 |
0316 |
Kveikibúnaður |
1.3 G |
|
0317 |
Kveikibúnaður |
1.4 G |
|
0325 |
Kveikjur |
1.4 G |
Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0121 |
0353 |
Hlutir, sprengifimir, ekki tilgreindir annars staðar |
1.4 G |
|
0454 |
Kveikjur |
1.4 S |
Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0121 |
S-flokkur |
|||
0131 |
Þráðkveikjarar |
1.4 S |
Þráðkveikjarar Hlutir af ýmsum gerðum ræstir með núningi, höggi eða rafmagni og notaðir til að kveikja í öryggiskveikiþráðum |
0349 |
Hlutir, sprengifimir, ekki tilgreindir annars staðar |
1.4 S |
|
0368 |
Kveikibúnaður |
1.4 S |
3. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998, svo og með hliðsjón af tilskipun 2004/57/EB öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 14. febrúar 2007.
Björn Bjarnason.
Gunnar Narfi Gunnarsson.