Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

993/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um útlendinga, nr. 53 23. janúar 2003, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við 35. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður er orðast svo:

  1. Dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla útlendings við landið skv. 2. mgr. 11. gr. útlendingalaga.

2. gr.

Orðin "af mannúðarástæðum" í 1. mgr. 36. gr. falla brott.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 58. gr. laga um útlendinga nr. 96 15. maí 2002, sbr. lög nr. 20 30. apríl 2004, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 23. nóvember 2006.

Björn Bjarnason.

Haukur Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica