Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
a. Á eftir 3. tl. kemur nýr töluliður er orðast svo:
Gagnagrunn þar sem skráðar eru upplýsingar um einstaklinga, hópa, félög, fyrirtæki eða annað sem tengist eftirfarandi brotaflokkum:
a. | fíkniefnum, | |
b. | barnaklámi, | |
c. | peningaþvætti, | |
d. | hryðjuverkum, | |
e. | fjármögnun skipulagðrar brotastarfsemi, | |
f. | ólögmætum flutningi fólks. |
b. 4. tl. verður 5. tl.
Við 3. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Ef ætla má að opinber birting á tilkynningu um skrá til Persónuverndar stefni í hættu þeim löggæsluhagsmunum sem skránni er ætlað að þjóna, getur Persónuvernd, í kjölfar kröfu þess efnis frá ríkislögreglustjóra, ákveðið að tilkynningin skuli ekki birt opinberlega.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 3. mgr. 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19 26. mars 1991, i-lið 1. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, sbr. lög nr. 15 14. apríl 2000, og 3. mgr. 45. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77 23. maí 2000, öðlast þegar gildi.