Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

654/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 348 8. október 1976 með síðari breytingum. - Brottfallin

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 348 8. október 1976 með síðari breytingum.

1. gr.

14. gr. orðist svo:

Vinningar í happdrættinu skulu eigi vera færri en svo, að að minnsta kosti fjórði hver miði hljóti vinning árlega að meðaltali, og skal fjárhæð vinninga nema að minnsta kosti 70% af iðgjöldum samantöldum í öllum 12 flokkum. Vinningar í hverjum flokki skiptast í tvo hluta, almennan hluta og sjóðshluta.

Stjórn happdrættisins ákveður, að fengnu samþykki happdrættisráðs, vinningatölu og verðmæti vinninga í hinum almenna hluta vinninga hvers flokks. Til almennra vinninga skal verja 6/7 hlutum af heildarfjárhæð vinninga ársins. Vinningaskrá vegna almenna hlutans skal samin fyrirfram fyrir hvert ár. Til vinninga í sjóðshluta skal verja 70% af 1/7 hluta af andvirði hvers selds miða í hverjum flokki. Falli sjóðsvinningur í flokki á óseldan miða skal hann leggjast við heildarfjárhæð sjóðsvinninga í næsta flokki. Í 12. flokki skal útdrætti sjóðsvinninga haldið áfram þar til miði í hverri útgefinni miðaröð happdrættisins hefur hlotið vinning.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, öðlast gildi 1. janúar 1996.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 12. desember 1995.
F. h. r.
Þorsteinn Geirsson.
Jón Thors.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica