Dómsmálaráðuneyti

71/2019

Reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. - Brottfallin

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 249/2018 frá 5. desember 2018, gildir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1675 frá 14. júlí 2016, um áhættusöm þriðju lönd, hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af IX. viðauka við EES-samninginn um fjármálaþjónustu, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins.

2. gr.

ESB-gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6, 26. árgangi, frá 21. janúar 2019 bls. 69.

3. gr.

Listi yfir áhættusöm þriðju lönd er birtur sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

4. gr.

Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins 2016/1675 skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 56. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og öðlast þegar gildi.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1675 frá 14. júlí 2016 um áhættusöm þriðju lönd.

Dómsmálaráðuneytinu, 25. janúar 2019.

Sigríður Á. Andersen.

Haukur Guðmundsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica