1. gr.
69. gr. orðast svo:
Réttur til komu og dvalar.
Um rétt útlendinga sem eru ríkisborgarar ríkis sem fellur undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), hér eftir nefndir EES-borgarar, og stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), hér eftir nefndir EFTA-borgarar, og aðstandenda þeirra til að koma til landsins og til að dveljast hér á landi fer samkvæmt ákvæðum VI. kafla laga nr. 96/2002 um útlendinga, með síðari breytingum.
2. gr.
70. gr. orðast svo:
Réttur annarra aðstandenda EES- eða EFTA-borgara til komu og dvalar.
Aðrir aðstandendur EES- eða EFTA-borgara en þeir sem taldir eru upp í 35. gr. b laga nr. 96/2002 um útlendinga geta einnig átt rétt til komu og dvalar hér á landi ef þeir eru á framfæri EES- eða EFTA-borgarans, sem hefur frumrétt til dvalar hér á landi, eða eru heimilismenn hans og leggja fram gögn því til staðfestingar. Sama á við ef aðstandandinn þarf skilyrðislaust á persónulegri umönnun EES- eða EFTA-borgarans að halda sakir alvarlegs heilsubrests. Auk skilyrða í VI. kafla laganna skulu framfærsla og húsnæði vera tryggð og viðkomandi njóta sjúkratryggingar sem nær til allra þátta sem hann mundi njóta eftir íslenskum lögum. Sé aðstandandi á framfæri EES- eða EFTA-borgarans er það jafnframt skilyrði að framfærslan hafi verið regluleg í a.m.k. eitt ár áður en umsókn er lögð fram.
Útlendingastofnun tekur ákvörðun um rétt til dvalar samkvæmt ákvæði þessu.
Ákvæði 39. gr. a laga nr. 96/2002 um útlendinga varðandi dvalarskírteini á við þegar aðstandandi öðlast rétt til dvalar hér á landi á grundvelli ákvæðis þessa.
3. gr.
71. gr. orðast svo:
Nánar um rétt launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga til ótímabundinnar dvalar.
Um rétt launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga til ótímabundinnar dvalar hér á landi gildir 38. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga.
EES- eða EFTA-borgari, sem dvalist hefur hér á landi skv. a-lið 1. mgr. 36. gr. a laga nr. 96/2002 um útlendinga, öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar þrátt fyrir að hafa ekki haft samfellda búsetu hér á landi í fimm ár ef hann:
Ef örorka skv. b-lið 2. mgr. er tilkomin vegna vinnuslyss eða atvinnusjúkdóms sem veitir rétt til bóta úr almannatryggingum, að hluta eða öllu leyti, falla kröfur um lengd dvalar niður.
Skilyrði um lengd búsetu og starfstíma sem getið er um í a-lið 2. mgr. og skilyrði um lengd búsetu í b-lið 2. mgr. gilda ekki ef maki launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings er íslenskur ríkisborgari eða hefur misst íslenskt ríkisfang sitt við að giftast launþeganum eða hinum sjálfstætt starfandi einstaklingi.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. og 38. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002 með síðari breytingum, til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um rétt borgara Sambandsins og aðstandenda þeirra til frjálsrar farar og dvalar á yfirráðasvæði aðildarríkjanna eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 7. desember 2007, öðlast þegar gildi. Við gildistöku hennar falla úr gildi ákvæði 72. gr. - 87. gr. í reglugerð um útlendinga nr. 53/2003 með síðari breytingum.
Innanríkisráðuneytinu, 17. desember 2014.
Ólöf Nordal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.