1. mgr. 11. gr., sbr. reglugerð nr. 907/2000, orðist svo:
Verð hlutamiða er 900 kr. í hverjum flokki. Fyrir ársmiða skal greiða 10.800 kr. Ef eigandi miða vill gera hann að ársmiða, eftir að drættir, einn eða fleiri, hafa farið fram, skal hann greiða fyrirfram fyrir þá drætti, sem eftir eru. Ef menn vilja kaupa hlutamiða eftir að drættir eru byrjaðir á árinu, skal greiða fyrir hann, auk verðs hans í flokki þeim, sem næst á að draga í, samanlagt verðmæti 1/9 hluta miðaverðsins í öllum þeim flokkum, sem dregið hefur verið í á árinu. Ef menn hafa ekki greitt fyrir hlutamiða í einum eða fleiri flokkum sem liðnir eru innan happdrættisárs en vilja gera hlutamiðann gildan í næsta útdrætti skal greiða fyrir hann, auk verðs hans í þeim flokki sem næst á að draga í, samanlagt verðmæti 1/9 hluta miðaverðsins í þeim flokkum sem liðnir eru frá því hann var síðast gildur.
14. gr., sbr. reglugerð nr. 688/1998, orðist svo:
Vinningar í happdrættinu skulu eigi vera færri en svo, að að minnsta kosti fjórði hver miði hljóti vinning árlega að meðaltali, og skal fjárhæð vinninga nema að minnsta kosti 70% af iðgjöldum samantöldum í öllum 12 flokkum. Vinningar í hverjum flokki skiptast í tvo hluta, almennan hluta og sjóðshluta.
Stjórn happdrættisins ákveður, að fengnu samþykki happdrættisráðs, vinningatölu og verðmæti vinninga í hinum almenna hluta vinninga hvers flokks. Til almennra vinninga skal verja 8/9 hlutum af heildarfjárhæð vinninga ársins. Vinningaskráin vegna almenna hlutans skal samin fyrirfram fyrir hvert ár. Til vinninga í sjóðshluta skal verja 70% af 1/9 hluta af andvirði hvers selds miða í hverjum flokki. Falli sjóðsvinningur í flokki á óseldan miða skal hann leggjast við heildarfjárhæð sjóðsvinninga í næsta flokki. Í 12. flokki skal útdrætti sjóðsvinninga haldið áfram með þeim hætti að einn seldur miði í hverri útgefinni miðaröð happdrættisins hljóti vinning. Fjárhæð sjóðsvinninga í 12. flokki skal ákvörðuð þannig að þeirri fjárhæð sem varið var á árinu til vinninga í sjóðshluta verði að fullu ráðstafað sem vinningum á selda miða.