1.gr.
1. og 2. málsl. 1. málsgr. 11. gr. orðist svo:
Verð hlutamiða er 700 kr. í hverjum flokki. Fyrir ársmiða skal greiða 8400 kr.
2.gr.
15. gr. orðist svo:
Dráttur í hverjum flokki er tvískiptur. Fyrri hluti dráttar í 1. flokki skal fara fram 18. janúar ár hvert, en í öðrum mánuðum 10. hvers mánaðar. Ekki skal þó dregið á laugardögum, helgidögum eða öðrum almennum frídögum, né heldur fyrsta virkan dag eftir almennan frídag. Fer dráttur þá fram næsta virkan dag þar á eftir. Síðari hluti dráttar í 1. flokki skal fara fram viku síðar en fyrri hluti. Síðari hluti dráttar í öðrum flokki skal fara fram tveim vikum síðar en fyrri hluti. Síðari hluti dráttar skal ekki fara fram á laugardögum, helgidögum eða öðrum almennum frídögum. Happdrættisráð getur veitt undanþágu frá þessari grein, ef því þykir ástæða til.
3.gr.
17. gr. orðist svo:
Við útdrátt vinninga skal nota eftirfarandi gögn og tæki:
4.gr.
19. gr. orðist svo:
Útdráttur vinninga fer fram með eftirfarandi hætti:
I. Fyrri hluti útdráttar vinninga í hverjum flokki happdrættisins fer fram með tvennum hætti:
A. Með notkun tölvu:
B. Með notkun stokks:
Valdar eru tveggja stafa tölur. Valið fer fram með þeim hætti að stokknum er snúið en að því búnu eru skráðir tveir fyrstu stafir sem upp koma og mynda þeir tölu. Þetta er endurtkið þar til tilskilinn fjöldi talna hefur fengist. Tölurnar verða hluti af vinningaskrá en þær vísa til síðustu tveggja tölustafa í hverju miðanúmeri. Þau miðanúmer sem þannig er vísað til eru vinningsnúmer.
Að þessum útdrætti loknum er prentuð út heildarvinningaskrá sem happdrættisráð staðfestir með undirskrift sinni.
Happdrættisráð færir í gerðabók skýrslu um framkvæmd útdráttarins.
II. Síðari hluti útdráttar vinninga í hverjum flokki happdrættisins fer fram með eftirfarandi hætti:
Í 1. til 11. flokki skal draga út eitt vinningsnúmer vegna sérstakra sjóðsvinninga og gildir númerið fyrir allar útgefnar raðir, B, E, F, G og H, sbr. 9. gr.
Drátturinn fer þannig fram:
Valið er númer með notkun stokks. Valið fer fram með þeim hætti að stokknum er snúið. Ef fimm fyrstustafir sem þá koma upp mynda tölu á bilinu 1-60.000 skal sú tala skráð og telst hún vinningsnúmer. Ella skal valið endurtekið þar til slík tala kemur upp.
Í 12. flokki skal draga sérstaklega út einn vinning í hverri röð, B, E, F, G og H, sbr. 9. gr., sem dreginn skal eingöngu úr seldum miðum.
Drátturinn fer þannig fram:
Að þessum síðari útdrætti loknum er prentuð út heildarvinningaskrá fyrir útdráttinn sem happdrættisráð staðfestir með undirskrift sinni.
Happdrættisráð færir í gerðabók skýrslu um framkvæmd útdráttarins.
5.gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, öðlast gildi 1. janúar 1996. Jafnframt fellur úr gildi 1. gr. reglugerðar nr. 406 11. nóvember 1992.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. nóvember 1995.
Þorsteinn Pálsson
Jón Thors.