1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 362/2008:
Við bætist nýr töluliður, er verður 6. tl., svohljóðandi: Ríkislögreglustjóra er heimilt að miðla upplýsingum til tryggingafélags um punktastöðu vátryggingataka úr ökuferilsskrá, enda liggi fyrir upplýst samþykki vátryggingataka.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 3. mgr. 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19 26. mars 1991, i-lið 1. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, sbr. lög nr. 15 14. apríl 2000 og 3. mgr. 45. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77 23. maí 2000, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 11. desember 2008.
Björn Bjarnason.
Halla Bergþóra Björnsdóttir.