Prentað þann 20. feb. 2025
928/2024
Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir nr. 166/2016 með síðari breytingum.
1. gr.
2. mgr. 27. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Þátttakandi ákveður hvaða verð hann greiðir fyrir þátttökuna, en lágmarksfjárhæð er 100 kr. og hámarksfjárhæð 12.000 kr. á sölustöðum en lágmarksfjárhæð er 200 kr. og hámarksfjárhæð 20.000 kr. á vef Íslenskra getrauna, nema þegar um kerfisseðil er að ræða en þar getur hámarksfjárhæð orðið 420.000 kr. Á leikspjaldi skulu einnig vera dálkar þar sem merkja skal við þá upphæð sem þátttakandinn velur.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 2. gr. laga um getraunir nr. 59/1972, öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 25. júlí 2024.
Guðrún Hafsteinsdóttir.
Bryndís Helgadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.