Landbúnaðarráðuneyti

226/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð um verðmiðlunargjald af mjólk nr. 123/1994. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 1. gr. falli brott.

3. mgr. 1. gr. verður svohljóðandi:

Bændasamtök Íslands leggja gjaldið á samkvæmt innvigtunarskýrslum afurðastöðva og innheimta það mánaðarlega. Gjalddagi er 25. dag næsta mánaðar eftir innvigtun og eindagi 30 dögum síðar.

2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Í ljósi fækkunar og sameiningar afurðastöðva í mjólkuriðnaði er ráðherra heimilt að endurgreiða verðmiðlunargjald til afurðastöðva í mjólkuriðnaði í sömu hlutföllum og þau voru greidd í þeim tilgangi að afurðastöðvar geti sjálfar hagrætt í rekstri sínum, greitt fyrir flutningi, komið á verkaskiptingu o.fl.

Þrátt fyrir framangreint er ráðherra einnig heimilt að ráðstafa tekjum af verðmiðlunar­gjaldi til að styrkja einstakar afurðastöðvar með þau sjónarmið að leiðarljósi sem greinir í 2. og 3. mgr. 19. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

Ráðherra aflar tillagna Bændasamtaka Íslands og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði áður en ráðstafað er tekjum af verðmiðlunargjaldi.

3. gr.

3., 4. og 5. gr. reglugerðarinnar falli brott.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 27. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 20. mars 2007.

F. h. r.

Guðmundur B. Helgason.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica