1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein og orðist svo: Heimilt er hverju skipi að veiða allt að 10% yfir aflamark í norsk-íslenskri síld á árinu 2007 og dregst sá umframafli frá aflamarki þess á árinu 2008. Þá er heimilt að flytja allt að 10% af ónýttu aflamarki fiskiskips frá árinu 2007 til ársins 2008.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 4. júlí 2007.
F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Steinar Ingi Matthíasson.