1. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 75/2005 frá 18. janúar 2005, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2005, frá 8. júlí 2005, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Ofangreind reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 75/2005 bætist eftirfarandi við reglugerð nr. 653/2001:
A. Kafla 2.3.1. Avermektín í I. viðauka:
Lyfjafræðilega virk efni |
Leifamerki |
Dýrategundir |
MRL |
Markvefur |
Moxídektín |
Moxídektín |
Nautgripir |
500 µg/kg |
Fita |
100 µg/kg |
Lifur |
|||
50 µg/kg |
Vöðvi, nýra |
|||
Sauðfé |
500 µg/kg |
Fita |
||
100 µg/kg |
Lifur |
|||
50 µg/kg |
Vöðvi, nýra |
|||
40 µg/kg |
Mjólk |
B. Töflu 2., kafla um lífræn efnasambönd í II. viðauka:
Lyfjafræðilega virk efni |
Dýrategundir |
Önnur ákvæði |
Línulegar alkýlbensensúlfonsýrur með alkýlkeðjulengd á bilinu C9 til C13 þar sem innan við 2,5% keðjanna eru lengri en C13 |
Sauðfé |
Eingöngu til staðbundinnar notkunar |
C. Kafla 1.2.2. Makrólíð í III. viðauka:
Lyfjafræðilega virk efni |
Leifamerki |
Dýra-tegundir |
MRL |
Mark- |
Önnur ákvæði |
Asetýlísóvalerýltýlósín |
Samtala asetýlísóvalerýltýlósíns og 3-O-asetýltýlósíns |
Alifuglar |
50 µg/kg |
Húð, fita, |
Bráðabirgðagildi |
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 21. ágúst 2007.
Einar K. Guðfinnsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)