Landbúnaðarráðuneyti

965/2007

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 1875/2004 frá 28. október 2004, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 60/2005, frá 29. apríl 2005, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Ofangreind reglugerð framkvæmdastjórnarinnar er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á reglugerð nr. 653/2001:

A. Lyfjaefnið Fenvalerat bætist við undirkafla 2.2.3. Pýretróið í kafla 2. Sníklalyf í viðauka I.

Lyfjafræðilega virk(t) efni

Leifamerki

Dýrategundir

Hámarksgildi leifa MRL

Markvefir

Önnur ákvæði

Fenvalerat

Fenvalerat (summa af RR-, SS-, RS- og SR-mynd­brigðum)

Nautgripir

25 μg/kg
250 μg/kg
25 μg/kg
25 μg/kg
40 μg/kg

Vöðvi
Fita
Lifur
Nýru
Mjólk

Bráðbirgðahámarksgildi leifa falla úr gildi 1. júlí 2006

B. Breyting verður lyfjaefninu Natríumsalisýlat í kafla 2. Lífræn efnasambönd í II. viðauka:

Lyfjafræðilega virk(t) efni

Dýrategund

Önnur ákvæði

Natríumsalisýlat

Nautgripir, svín

Til inntöku; ekki ætlað dýrum sem gefa af sér mjólk til manneldis

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 5. október 2007.

Einar K. Guðfinnsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica