Sjávarútvegsráðuneyti

967/2007

Reglugerð um sérstök línu- og netasvæði. - Brottfallin

1. gr.

Frá og með 5. nóvember 2007 til og með 31. desember 2007, eru allar veiðar með fiskibotnvörpu bannaðar á svæði suður af Reykjanesskaga, sem að austan markast af línu sem dregin er frá Selvogsvita í punkt 63°30¢N, 21°39¢V. Að sunnan markast svæðið af línu, sem dregin er úr punkti 63°30¢N, 21°39¢V í punkt 63°40¢N, 22°32¢V. Að vestan markast svæðið af línu sem dregin er úr punkti 63°40¢N, 22°32¢V réttvísandi norður að Staðarbergi.

2. gr.

Frá og með 5. nóvember 2007, til og með 30. apríl 2008, eru allar veiðar með fiski­botnvörpu bannaðar á svæði út af Faxaflóa, sem að sunnan markast af línu sem dregin er réttvísandi 270° frá Sandgerðisvita. Að vestan markast svæðið af 23°42¢V og að norðan af 64°20¢N.

3. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 10. október 2007.

F. h. r.

Kolbeinn Árnason.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica