um breyting á reglugerð nr. 262 6. júlí 1977 um lágmarksstærðir fisktegunda.
1. gr.
Orðið "skarkoli" í 1. gr. reglugerðinnar falli niður.
2. gr.
Á eftir 7. gr. reglugerðarinnar komi ný grein, ákvæði til bráðabirgða, sem hljóði svo:
"Ákvæði til bráðabirgða.
Þrátt fyrir ákvæði 1. greinar skal þeim, sem stunda veiðar með handfærum, heimilt að sleppa í sjóinn þorski sem er undir þeirri lágmarksstærð, sem tilgreind er í 2. gr. Þorskafli veiddur á handfæri má þó ekki samanstanda af þorski af stærðinni 50-58 cm nema sem samsvarar 40% af heildarafla hverrar veiðiferðar. Ef þorskur af þessari stærð nemur meir en 40% af afla skal það sem umfram er gert upptækt samkvæmt lögum nr. 32 19. maí 1976 um upptöku ólöglegs sjávarafla og sama gildir um þorsk, sem er minni en 50 cm."
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 12. gr. laga nr. 81 31. maí 1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegsráðuneytið, 9. ágúst 1977.
Matthías Bjarnason.
Þórður Ásgeirsson.