Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

494/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 543, 22. júlí 2002, um möskvastærðir og útbúnað varpna til veiða á botnfiski, rækju og humri. - Brottfallin

1. gr.

1. málsliður 1. mgr. 6. gr. orðast svo:

Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. skal lágmarksmöskvastærð í vörpu við veiðar á úthafskarfa vera 100 mm og sé notuð klæðning í hluta vörpunnar skal lágmarksmöskvastærð klæðningar­innar vera hin sama.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. maí 2008.

F. h. r.

Steinar Ingi Matthíasson.

Hrefna Gísladóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica