Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

763/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 439, 16. maí 2007, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætast fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi:

Endurúthlutun samkvæmt þessari grein skal framkvæma sem sjálfstæða úthlutun án tillits til annarra aflaheimilda sem áður hefur verið úthlutað til einstakra fiskiskipa í byggðarlaginu vegna fiskveiðiársins 2006/2007. Við skiptingu þess magns sem til endurúthlutunar kemur skulu gilda sömu reglur og gilt hafa um úthlutun aflaheimilda í viðkomandi byggðarlagi fyrir fiskveiðiárið 2006/2007. Skipta skal aflaheimildum milli fiskiskipa að svo miklu leyti sem þau hafa uppfyllt skilyrði til vinnslu í byggðarlaginu. Sé ekki unnt að endurúthluta aflaheimildum sem úthlutað hefur verið til tiltekins byggðarlags samkvæmt framangreindum reglum, skulu einstök fiskiskip í viðkomandi byggðarlagi hafa frest til 31. ágúst 2008 til að uppfylla skilyrði þessarar greinar um löndun afla til vinnslu í byggðarlaginu.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. júlí 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica