Landbúnaðarráðuneyti

801/2006

Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2003 frá 11. apríl 2003 skal reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 666/2003 frá 11. apríl 2003 öðlast gildi hér á landi. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 34/2004 frá 23. apríl 2004 skulu reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1801/2003 frá 14. október 2003, nr. 1847/2003 frá 20. október 2003 og nr. 2154/2003 frá 10. desember 2003, öðlast gildi hér á landi. Vísað er til þessara reglugerða framkvæmdastjórnarinnar í I. viðauka II. kafla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

2. gr.

Reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1847/2003, nr. 666/2003, nr. 1801/2003 og 2154/2003 eru birtar sem fylgiskjöl 1-4 við reglugerð þessa.

3. gr.

Með hliðsjón af reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1847/2003 er eftirfarandi bætt við 12. lið, ensím (Hvatar), D-hluta 3. viðauka reglugerðar nr. 340/2001:

Nr. (eða EB-nr.)

Aukefni

Efnaformúla, lýsing

Tegund eða flokkur dýra

Hámarks-aldur

Lágmarksinnihald

Hámarksinnihald

Önnur ákvæði

Gildistími leyfis

Þyrpingafjöldi (CFU)/kg heilfóðurs

"Ensím

14

Endó-1,4-betaxýlanasi

EC 3.2.1.8.

Blanda með endó-1,4-beta-xýlanasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger (CBS 520.94), með virkni að lágmarki:

Fast form: 600 U/g (1)

Vökvaform: 300 U/ml

Eldis-kalkúnar

-

300 U

-

1. Í notkunar­leiðbeiningum með aukefninu og forblöndunni skal tilgreina geymsluhita, geymsluþol og þol við kögglun.

2. Ráðlagður skammtur á kg heilfóðurs:

300 - 1 200 U

3. Til nota í fóðurblöndur, auðugar af fjölsykrum öðrum en sterkju (einkum arabínoxýlönum), t.d. þær sem innihalda yfir 40% hveiti.

24.10.2007

(1) (1)Eitt U er magn þess ensíms sem leysir 1 míkrómól xýlósa úr xýlani úr birkiviði við pH 5,3 og 50°C."

4. gr.

Með hliðsjón af reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1847/2003, 666/2003, 1801/2003 og 2154/2003 er eftirfarandi bætt við 13. lið, örverur, D-hluta 3. viðauka reglugerðar nr. 340/2001:

Nr. (eða EB-nr.)

Aukefni

Efnaformúla, lýsing

Tegund eða flokkur dýra

Hámarks-aldur

Lágmarksinnihald

Hámarksinnihald

Önnur ákvæði

Gildistími leyfis

Þyrpingafjöldi (CFU)/kg heilfóðurs

 

"Örverur

13

Enterococcus faecium
DSM 10.663/NCIMB
10 415

Blanda með Enterococcus faecium sem inniheldur að lágmarki:

Duft og kornað form: 3,5 × 1010 CFU/g aukefnis

Hjúpað form: 2,0 × 1010 CFU/g aukefnis

Vökvaform: 1 × 1010 CFU/ml aukefnis

Eldis-kalkúnar

-

1×107

1 × 109

1. Í notkunar­leiðbeiningum með aukefninu og forblöndunni skal tilgreina geymsluhita, geymsluþol og þol við kögglun.

2. Má nota í fóðurblöndur sem innihalda hin leyfðu hníslalyf: díklasúríl, lasalósíðnatríum, madúramísínammoníum, natríummónensín, halófúgínon, róbenidín.

Frá 18.10.2003 til 18.10.2007

22

Enterococcus faecium DSM 7134

Blanda með Enterococcus faecium sem inniheldur að lágmarki: Duftform: 1 × 1010 CFU/g aukefnis Korn (örhylkjuð): 1 × 1010 CFU/g aukefnis

Grísir

Eldissvín

Gyltur

 

0,5 ×109

0,2 × 109

0,5 × 109

4 × 109

1 × 109

1 × 109

Í notkunarleiðbeiningum skal tilgreina geymsluhita, geymsluþol og þol við kögglun bæði fyrir aukefnið og forblönduna.

Gyltur: í 25 daga fyrir got og á mjólkurskeiði.

15.4.2007

14.12.2007

23

Lactobacillus acidophilus
D2/CSL
CECT4 529

Blanda með Lactobacillus acidophilus sem inniheldur að lágmarki:

50 × 109 CFU/g aukefnis

Varphænur

-

1 × 109

 

1 × 109

Í notkunarleiðbeiningum með aukefninu og forblöndunni skal tilgreina geymsluhita, geymsluþol og þol við kögglun.

14.12.2007

E 1703

Saccharomyces cerevisiae
CNCM I-1079

Blanda með Saccharomyces cerevisiae sem inniheldur að lágmarki:

2 × 1010 CFU/g aukefnis

Grísir

-

2 × 109

6 × 109

Fyrir grísi þar til þeir eru orðnir um það bil 35 kg.

Í notkunarleiðbeiningum með aukefninu og forblöndunni skal tilgreina geymsluhita, geymsluþol og þol við kögglun.

Án tímamarka"

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 11. september 2006.

F. h. r.

Guðmundur B. Helgason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica