Landbúnaðarráðuneyti

882/2006

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um gripagreiðslur á lögbýlum. - Brottfallin

1. gr.

Framan við orðin: "á lögbýli" í 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar komi orðið: "framleið­anda".

2. gr.

Orðin: "Ef fjöldi árskúa á lögbýli fer yfir 170 skerðast heildar gripagreiðslur um 25% fyrir hverjar 10 árskýr sem umfram eru, þannig að bú með fleiri en 200 árskýr nýtur ekki gripagreiðslna, eins og sjá má á eftirfarandi töflu:" í 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar falli brott.

Í staðinn komi orðin: "Ef fjöldi árskúa framleiðanda á lögbýli fer yfir 170 skerðast heildar gripagreiðslur um 25% fyrir hverjar 10 árskýr sem umfram eru, þannig að framleiðandi með fleiri en 200 árskýr á lögbýli nýtur ekki gripagreiðslna, eins og sjá má á eftirfarandi töflu:".

Landbúnaðarráðuneytinu, 24. október 2006.

F. h. r.

Ólafur Friðriksson.

Atli Már Ingólfsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica