1. gr.
Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:
Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. reglugerðarinnar er heimilt á tímabilinu 3. nóvember til 31. desember 2006 að stunda síldveiðar með flotvörpu frá kl. 20.00 að kvöldi til kl. 08.00 að morgni út af Snæfellsnesi á svæði sem markast af 12 sjómílum frá viðmiðunarlínu sbr. lög nr. 79/1997 og eftirgreindum punktum:
1. 64°40,30´ N - 24°21,30´ V
2. 64°49,70´ N - 24°13,50´ V
3. 64°56,70´ N - 23°59,65´ V
4. 65°03,00´ N - 23°58,70´ V
5. 64°57,70´ N - 24°30,30´ V
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. nóvember 2006.
F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.