Sjávarútvegsráðuneyti

589/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 424, 27. apríl 2005, um heimild færeyskra skipa til síldveiða við Ísland á árinu 2005. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Eingöngu er heimilt að stunda síldveiðar utan 12 sjómílna frá viðmiðunarlínu samkvæmt 5. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með þeim takmörkunum sem síldveiðum eru settar í sérstökum reglugerðum eða skyndilokunum. Aðeins skal 8 færeyskum skipum heimilt að stunda síldveiðar samtímis í fiskveiðilandhelgi Íslands.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 16. júní 2005.

F. h. r.
Þórður Eyþórsson.
Guðríður M. Kristjánsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica