Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2003, sem birt var í EES-viðbæti 12. febrúar 2004, skal reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 223/2003 frá 5. febrúar 2003,öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð Evrópusambandsins er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
Með innleiðingu reglugerðar Evrópusambandsins nr. 223/2003 breytast ákvæði reglugerðar nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar þannig að:
1. | Ákvæði 5. gr. um merkingar taka nú, eftir því sem reglugerð (EB) nr. 223/2003 segir nánar fyrir um, til fóðurs, fóðurblöndu og fóðurefna, sbr. og 4. lið B-hluta I. viðauka. | |
2. | Nýr málsliður bætist við lið 4.4 í B-hluta I. viðauka varðandi mælieiningu fóðurhlutfalla. | |
3. | III. viðauki breytist þannig: | |
a) | Við 2. lið almennu ákvæðanna bætist tilvísun í E-hluta í sérákvæðum þessa viðauka. | |
b) | Við fyrsta undirlið þriðju undirgreinar 3. liðar almennu ákvæðanna bætist tilvísun í reglugerð (EB) nr. 223/2003. | |
c) | Við 4. lið almennu ákvæðanna bætist tilvísun í E-hluta í sérákvæðum þessa viðauka. | |
d) | Við annan undirlið 6. liðar almennu ákvæðanna bætist ákvæði um samsetningu fóðurblöndu. | |
e) | Við b-lið 7. liðar almennu ákvæðanna bætast tilvísanir í samsetningu fóðurblöndu og í reglugerð (EB) nr. 223/2003. | |
f) | Við fyrirsögn C-hluta sérákvæðanna bætist tilvísun í fóður, fóðurblöndur og fóðurefni. | |
g) | Við sérákvæði bætist nýr hluti, E-hluti. |
Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. laga nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og öðlast gildi við birtingu.