Reglugerð þessi lýtur að framkvæmd samninga sem íslensk stjórnvöld hafa gert við færeysk stjórnvöld um heimildir færeyskra skipa til veiða á kolmunna í fiskveiðilandhelgi Íslands á árinu 2005.
Allar kolmunnaveiðar innan fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar nema að fengnu sérstöku leyfi Fiskistofu.
Óheimilt er að stunda kolmunnaveiðar með flotvörpu vestan 20°30´V og innan línu fyrir Suður-og Austurlandi sem dregin er milli eftirgreindra punkta:
og þaðan í rv. 305° að mörkum fiskveiðilögsögunnar.
Færeyskum skipum sem leyfi hafa fengið til veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, er skylt að halda afladagbækur um veiðarnar þar sem fram komi veiðisvæði, veiðitími og afli í hverju togi. Skal Fiskistofu sent afrit af afladagbókunum eigi síðar en 14 dögum eftir hver mánaðamót eða eftir að veiðum lýkur.
Veiðarfæri, sem ætluð eru til annara veiða en kolmunnaveiða, skulu geymd í sérstakri veiðarfærageymslu.
Aðeins er þeim færeyskum fiskiskipum heimilt að stunda kolmunnaveiðar í flotvörpu innan íslenskrar lögsögu sem búin eru fjarskiptabúnaði sem sendir upplýsingar með sjálfvirkum hætti til sameiginlegrar eftirlitsstöðvar Landhelgisgæslu og Fiskistofu, hér eftir nefnd Eftirlitsstöðin, um staðsetningu viðkomandi skips á klukkustundar fresti. Óheimilt er að halda úr höfn til veiða fyrr en starfsmenn færeysku Eftirlitsstöðvarinnar hafa staðfest til skipstjóra að ofangreindur búnaður starfi eðlilega.
Tilkynna skal Landhelgisgæslunni siglingu skipsins inn í íslenska lögsögu með minnst 6 klukkustunda fyrirvara og mest 12 klukkustunda fyrirvara.
Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:
Orðið "komutilkynning" (entry report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, sundurliðaður eftir tegundum.
Haldi skip til veiða úr íslenskri höfn skal það tilkynnt Landhelgisgæslunni á sama hátt og greint er í 1. mgr.
Skip sem stundar veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands skal á hverjum degi á tímabilinu frá kl. 06.00 til 08.00 að íslenskum tíma, senda Landhelgisgæslunni tilkynningu þar sem eftirfarandi kemur fram í þessari röð:
Orðið "aflatilkynning" (catch report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, sundurliðaður eftir tegundum.
Afli síðasta sólarhrings, miðað við kl. 24.00, eða afli frá því skipið kom inn í fiskveiðilandhelgi Íslands sé um skemmri tíma að ræða, sundurliðaður eftir tegundum.
Þegar skip lýkur veiðum í fiskveiðilandhelgi Íslands skal það tilkynnt Landhelgisgæslunni. Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:
Orðið "lokatilkynning" (exit report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, sundurliðaður eftir tegundum.
Afli síðan síðasta aflatilkynning var send, sundurliðaður eftir tegundum.
Áður en skip heldur út úr fiskveiðilandhelgi Íslands skal senda Landhelgisgæslunni tilkynningu um það með minnst 6 klukkustunda fyrirvara og mest 12 klukkustunda fyrirvara. Í tilkynningunni komi eftirfarandi upplýsingar fram í þessari röð:
Orðið "athugunartilkynning" (control report).
Nafn skips.
Kallmerki.
Dagsetning, tími og staðsetning í breidd og lengd þegar tilkynning er send.
Heildarafli um borð, sundurliðaður eftir tegundum.
Landi skip afla sínum í íslenskri höfn skal tilkynna það Landhelgisgæslunni á sama hátt og greint er frá í 1. mgr.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 8. gr. er Eftirlitsstöðinni heimilt að ákveða önnur tímamörk en þar greinir þegar skip siglir inn í íslenska lögsögu og þegar það yfirgefur lögsöguna.
Eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar er í höndum Landhelgisgæslu Íslands, Fiskistofu og eftirlitsmanna í hennar þjónustu.
Fiskistofu er heimilt að setja veiðieftirlitsmenn um borð í veiðiskip sem leyfi hafa til veiða innan íslenskrar lögsögu. Skal útgerð skips sjá eftirlitsmönnum fyrir fæði og aðstöðu meðan þeir eru um borð í veiðiskipi og enn fremur greiða allan kostnað af veru þeirra um borð í skipinu.
Telji Landhelgisgæslan eða Fiskistofa að eftirlit samkvæmt reglugerð þessari geti ekki farið fram á sjó, skal hlutaðeigandi skipi skylt að hlíta fyrirmælum um að halda til nálægrar hafnar þar sem eftirlit getur farið fram.
Fiskistofa getur svipt skip leyfi til veiða innan fiskveiðilandhelginnar brjóti útgerð eða áhöfn skipsins eða aðrir þeir er í þágu útgerðar starfa gegn lögum sem um hlutaðeigandi veiðar gilda, reglugerð þessari eða ákvæðum milliríkjasamninga.
Skip sem veiðileyfi hafa skv. reglugerð þessari skulu að öðru leyti fylgja ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 172, 2. febrúar 2005 um heimild færeyskra skipa til veiða á kolmunna við Ísland á árinu 2005.