Við 1. mgr. 3. gr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Komi minna en 0,5 þorskígildislestir í hlut einhvers báts samkvæmt framangreindum reiknireglum fellur úthlutun til þess báts niður og skiptist hans hlutur milli annarra báta frá sama sveitarfélagi, samkvæmt reglum þessarar greinar.
Reglugerð þess er sett samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.