Sjávarútvegsráðuneyti

652/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 69, 4. febrúar 2003, um veiðar úr úthafskarfastofnum 2003. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 1. gr. orðist svo:
Þá tekur reglugerðin til veiða á úthafskarfa sem veiddur er á svæðum 1F, 2G, 2H, 2J og 3K og reiknast aflinn til aflamarks viðkomandi skips, sbr. 2. mgr. 3. gr. Um þær veiðar gilda ákvæði reglugerðar nr. 36, 15. janúar 2003, um veiðar á samningssvæði Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar, NAFO 2003. Fiskistofu er heimilt að stöðva veiðar íslenskra skipa á ofangreindum svæðum þegar heildarafli skipa frá aðildarríkjum NEAFC nær 25.000 lestum.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. september 2003.

F. h. r.
Kolbeinn Árnason.
Þórir Skarphéðinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica