Á 10. gr. verða eftirgreindar breytingar:
a. | Í stað 1. málsliðar 1. mgr. 10. gr. komi tveir nýir málsliðir er orðast svo: Þegar fiskiskipi hefur verið úthlutað aflamarki, er heimilt að flytja aflamarkið á milli fiskiskipa enda leiði flutningurinn ekki til að veiðiheimildir skipsins verði bersýnilega umfram veiðigetu þess. Tilkynna skal Fiskistofu um flutning aflamarks og öðlast hann ekki gildi fyrr en Fiskistofa hefur staðfest hann. |
b. | Í stað orðanna: "6 brl. eða 6 brúttótonnum" í 5. mgr. komi: 15 brúttótonnum. |
c. | 7. mgr. orðist svo: Á hverju ári er aðeins heimilt að flytja af fiskiskipi aflamark, umfram aflamark sem flutt er til skips, sem nemur 50% af samanlögðu aflamarki sem fiskiskipi er úthlutað. Heimilt er Fiskistofu að víkja frá þessari takmörkun á heimild til flutnings aflamarks vegna breytinga á skipakosti útgerðar eða þegar skip hverfur úr rekstri um lengri tíma vegna alvarlegra bilana eða sjótjóns |
d. | 8. mgr. orðist svo: Tilkynning um flutning aflamarks skal hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 15 dögum eftir að veiðitímabili lýkur. |
Í stað orðanna: "6 brl. eða 6 brúttótonnum" í 1. mgr. 11. gr. komi: 15 brúttótonnum.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.