Í stað 8. og 9. málsliðar 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 411, 1. júní 2001, koma þrír nýir málsliðir er orðast svo: Sá sem tilkynnir um flutning aflamarks skal greiða Fiskistofu flutningsgjald að fjárhæð kr. 2.000 með hverri tilkynningu. Gjalddagi reiknings er við útgáfu reiknings og eindagi er 15 dögum síðar. Gjaldið er óendurkræft. Hafi reikningur ekki verið greiddur á eindaga er Fiskistofu heimilt að stöðva frekari flutning aflamarks frá og til viðkomandi fiskiskips.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.