Orðin "og vestan línu, sem dregin er 180° réttvísandi úr punkti 3 að mörkum fiskveiðilandhelgi Íslands" í 1. mgr. 1. gr. falla út. Við bætist 4. tl.: 60°22´N - 24°20´V.
4. mgr. 6. gr. orðist svo: Er afli reiknast til aflamarks, skal miðað við 55% nýtingu sé úthafskarfa landað hausskornum, 30% nýtingu sé honum landað flökuðum með roði og beinum og 27% nýtingu sé honum landað flökuðum, roðlausum með beinum.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.