Sjávarútvegsráðuneyti

448/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 511, 18. ágúst 1998, um mælingar á vinnslunýtingu um borð í skipum sem vinna afla um borð. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðsins "frystitogurum" í lokamálsgrein 2. gr. komi orðið "vinnsluskipum".

2. gr.

1. og 2. mgr. 3. gr. orðist svo: Öll nýtingarsýni sem tekin eru skv. 2. gr. skal merkja sérstaklega með skýrum hætti. Nýtingarsýni skal geyma aðskilin frá öðrum afla þannig að þau séu aðgengileg veiðieftirlitsmönnum áður en löndun hefst. Þeim skal einnig landa sérstaklega og geyma ef Fiskistofa óskar þess.

Ef afurðir úr nýtingarsýni nægja ekki í eina pakkningu, skal aðgreina þann hluta sem tilheyrir nýtingarsýninu með sérstöku auðkennanlegu millileggi. Viðkomandi pakkningu skal merkja með sama hætti og kveðið er á um í 1. mgr. og einnig skal merkja hana sérstaklega þannig að ljóst sé að ekki sé einungis nýtingarsýni í henni.

3. gr.

Í stað orðanna "aflamagn hverrar fisktegundar" í 1. málslið 2. mgr. 7. gr. komi orðin "magn hverrar afurðar".

4. gr.

Í stað orðanna "áður en löndun hefst" í 4. málslið 2. mgr. 7. gr. komi orðin "eftir að komið er til hafnar".

5. gr.

Í stað orðsins "vinnslusýnum" í lokamálslið 2. mgr. 7. gr. komi orðið "nýtingarsýnum".

6. gr.

Seinni málsliður 8. gr. orðist svo: Sama gildir séu mælingar ekki í samræmi við 2. og 3. gr., eða þær framkvæmdar eða frá þeim gengið, þannig að Fiskistofa geti ekki viðurkennt gildi þeirra.

7. gr.

Í stað orðanna "vinnslusýnum eða við samanburð á nýtingarskýrslum og sýnum úr afla" í 9. gr. komi orðin "sýnum úr afurðum eða við samanburð á nýtingarskýrslum og sýnum úr afurðum".

8. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, laga nr. 54, 16. maí 1992, um fullvinnslu botnfiskafla með síðari breytingum og ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu 5. júlí 1999.

Árni M. Mathiesen.

Jón B. Jónsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica