Sjávarútvegsráðuneyti

567/1998

Reglugerð um bann við dragnótaveiðum í norðanverðum Faxaflóa. - Brottfallin

1. gr.

            Frá og með 5. október 1998 til og með 15. desember 1998 eru allar veiðar með dragnót bannaðar í Faxafóa, norðan og austan línu, sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

1. 64°39,60´N

22°27,20´V

2. 64°40,00´N

22°50,00´V

3. 64°48,00´N

22°50,00´V

2. gr.

            Með mál, sem rísa kunna út af brotum á reglugerð þessari, skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt 16. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

3. gr.

            Reglugerð þessi er sett samkvæmt 9. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 1. október 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica