1. gr.
A) Eftirfarandi komi í stað 1. liðar A-hluta I. viðauka "Plöntur og plöntuafurðir", sbr. viðauka við reglugerð nr. 473/2002/EB:
"1.1. |
Að öllu jöfnu skal hafa verið farið að meginreglunum, sem mælt er fyrir um í a-, b- og d-lið 1. mgr. 6. gr. og eru einkum settar fram í þessum viðauka, á ræktunarspildum á a.m.k. tveggja ára aðlögunartímabili áður en sáning fer fram eða, þegar um er að ræða graslendi, í a.m.k. tvö ár áður en það er nýtt sem fóður í lífrænum búskap eða, þegar um er að ræða fjölærar nytjajurtir, önnur en túngrös, í a.m.k. þrjú ár fyrir fyrstu uppskeru afurðanna sem um getur í a-lið 1. mgr. 1. gr. Aðlögunartímabilið skal ekki hefjast fyrr en þann dag sem framleiðandinn tilkynnir starfsemi sína í samræmi við 8. gr. og lætur bújörð sína gangast undir eftirlitskerfi sem kveðið er á um í 9. gr. 1.2. |
1.2. |
Vottunarstofa getur samt sem áður ákveðið, í samráði við landbúnaðarráðuneytið, að viðurkenna afturvirkt að öll fyrri tímabil séu hluti af aðlögunartímabilinu þar sem: |
|
a) |
Ræktunarspildurnar eru hluti af áætlun sem er framkvæmd samkvæmt reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2078/92 frá 30. júní 1992, um aðferðir í landbúnaðarframleiðslu sem samrýmast kröfum um verndun umhverfisins og varðveislu sveitahéraða (*) eða VI. kafla reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1257/1999 frá 17. maí 1999 um stuðning þróunar- og ábyrgðarsjóðs evrópsks landbúnaðar við byggðaþróun í dreifbýli og um breytingu og niðurfellingu tiltekinna reglugerða (**) eða sem hluti af annarri opinberri áætlun, að því tilskildu að með viðkomandi áætlununum sé ábyrgst að afurðirnar, sem eru ekki skráðar í A- og B-hluta í II. viðauka, hafi ekki verið notaðar á þessum ræktunarspildum; eða |
|
b) |
ræktunarspildurnar eru náttúrleg svæði eða landbúnaðarsvæði sem voru ekki meðhöndlaðar með afurðum sem eru ekki skráðar í A- og B-hluta í II. viðauka. Einungis má líta á þetta tímabil afturvirkt að því tilskildu að upplýsingarnar, sem eru afhentar vottunarstofu, séu fullnægjandi og aðhún sé fullviss um að skilyrðin séu uppfyllt í a.m.k. þrjú ár. |
1.3. |
Vottunarstofa getur í tilteknum tilvikum ákveðið, með samþykki landbúnaðarráðuneytisins, að lengja aðlögunartímabilið umfram það tímabil, sem mælt er fyrir um í lið 1.1, með hliðsjón af fyrri notkun ræktunarspildunnar. |
1.4. |
Ef um er að ræða ræktunarspildur sem þegar er búið að aðlaga eða sem verið er að aðlaga að lífrænum búskap og sem eru meðhöndlaðar með afurð sem er ekki skráð í II. viðauka getur landbúnaðarráðuneytið stytt aðlögunartímabilið þannig að það verði styttra en tímabilið, sem mælt er fyrir um í lið 1.1, í eftirfarandi tveimur tilvikum: |
|
a) |
Ræktunarspildur, sem hafa verið meðhöndlaðar með afurð, sem er ekki skráð í B-hluta í II. viðauka, sem hluti af lögboðnum eftirlitsráðstöfunum sem landbúnaðarráðuneytið grípur til til að berjast gegn sjúkdómi eða plágu að því er varðar tiltekna uppskeru; |
|
b) |
ræktunarspildur sem hafa verið meðhöndlaðar með afurð, sem er ekki skráð í A- og B-hluta í II. viðauka, sem hluti af vísindalegum prófunum sem landbúnaðarráðuneytið hefur samþykkt. |
|
Í þessum tilvikum skal lengd aðlögunartímabilsins ákveðin með hliðsjón af öllum eftirfarandi atriðum: |
|
– |
Tryggt skal vera að eftir að viðkomandi plöntuvarnarefni hefur brotnað niður hafi aðeins orðið eftir óverulegt magn efnaleifa í jarðvegi og, ef um fjölæra ræktun er að ræða, í plöntunni, |
|
– |
óheimilt er að selja afurð að lokinni meðhöndlun með tilvísun til lífrænna framleiðsluaðferða, |
|
– |
landbúnaðarráðuneytið skal tilkynna öðrum aðildarríkjum EES um ákvörðun sína um að krefjast lögbundinnar meðhöndlunar." |
|
|
|
(*) |
Stjtíð. EB L 215, 30.7.1992, bls. 85. |
(**) |
Stjtíð. EB L 160, 26.6.1999, bls. 80." |
B) Á eftir lið 1.4 í 1. mgr. A-hluta I. viðauka kemur eftirfarandi, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 473/2002/EB:
C) Eftirfarandi breytingar eru gerðar á B-hluta I. viðauka, "Búfé og búfjárafurðir af eftirtöldum tegundum: nautgripir (þar á meðal af ættkvíslinni bubalus og vísundategundir), svín, sauðfé, geitfé, dýr af hestaætt og alifuglar", sbr. viðauka við reglugerðir nr. 473/2002/EB og 599/2003/EB:
2. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á II. viðauka sbr. viðauka við reglugerðir nr. 473/2002/EB og 599/2003/EB:
3. gr.
Í stað III. viðauka komi eftirfarandi viðauki, sbr. reglugerð nr. 2491/2001/EB:
"III. VIÐAUKI
Lágmarkskröfur um eftirlit og varúðarráðstafanir samkvæmt eftirlitskerfinu
sem um getur í 8. og 9. gr.
1. |
Lágmarkskröfur um eftirlit. |
|
Þær kröfur um eftirlit, sem settar eru í þessum viðauka, skulu gilda með fyrirvara um ráðstafanir sem settar eru og sem nauðsynlegar eru til að tryggja að hægt sé að rekja afurðirnar í gegnum allt framleiðsluferlið, eins og um getur í a- og c-lið 12. mgr. 9. gr., og til að tryggja að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt. |
|
|
|
|
2. |
Framkvæmd. |
|
Ákvæðin, sem um getur í 3. lið, og ákvæði um fyrsta eftirlit í þáttum A, B, C og D í sérákvæðum þessa viðauka skulu einnig gilda um rekstraraðila sem þegar eru í rekstri á þeim degi sem um getur í 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 2491/2001. |
|
|
|
|
3. |
Fyrsta eftirlit. |
|
Þegar eftirlitskerfið er reynt í fyrsta sinn skal rekstraraðili, sem ber ábyrgð: |
|
– |
lýsa einingunni og/eða athafnasvæðinu og/eða starfseminni á nákvæman hátt, |
|
– |
tilgreina allar hagnýtar ráðstafanir sem gera skal innan einingarinnar og/eða athafnasvæðisins og/eða starfseminnar til að tryggja að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar, einkum kröfum þessa viðauka. |
|
Þessi lýsing skal ásamt tilheyrandi hagnýtum ráðstöfunum koma fram í yfirlýsingu, undirritaðri af rekstraraðilanum sem ber ábyrgð. |
|
Einnig skal yfirlýsingin innihalda skuldbindingu rekstraraðilans þess efnis að: |
|
– |
haga aðgerðum þannig að þær séu í samræmi við 5. gr., 6. gr., 6a. gr., og, þegar það á við, 11. gr., |
|
– |
samþykkja að ráðstöfunum, sem um getur í 9. mgr. 9. gr. og, þegar það á við, 3. mgr. 10. gr., sé beitt ef brot er framið eða ef um vanrækslu er að ræða, og |
|
– |
samþykkja að gera kaupendum vörunnar viðvart skriflega í því skyni að tryggja að merkingar, sem lúta að lífrænni framleiðsluaðferð, séu fjarlægðar af vörunni. |
|
Yfirlýsingin skal staðfest af vottunarstofu sem gefur út skýrslu þar sem bent er á hugsanlega annmarka og ósamræmi við ákvæði þessarar reglugerðar. Rekstraraðilinn skal meðárita skýrsluna og gera nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta. |
|
|
|
|
4. |
Tilkynningar. |
|
Rekstraraðilinn, sem ber ábyrgð, skal tilkynna vottunarstofu í tæka tíð um allar breytingar á lýsingunni eða þeim hagnýtu ráðstöfunum, sem um getur í 3. lið, og á ákvæðum um fyrsta eftirlit í hlutum A, B, C og D í sérákvæðum þessa viðauka. |
|
|
|
|
5. |
Eftirlitsheimsóknir. |
|
Vottunarstofa skal annast fullkomið eftirlit með framleiðslu- og tilreiðslueiningunum eða öðrum athafnasvæðum a.m.k. einu sinni á ári. Vottunarstofu er heimilt að taka prófsýni af afurðum sem eru óleyfilegar samkvæmt þessari reglugerð eða til að athuga hvort framleiðslutækni samræmist ekki þessari reglugerð. Einnig er heimilt að taka sýni og greina þau með tilliti til hugsanlegrar mengunar af völdum óleyfilegra afurða. Samt sem áður er skylt að framkvæma slíka greiningu þar sem grunur leikur á um notkun óleyfilegra afurða. Að hverri eftirlitsferð lokinni skal semja eftirlitsskýrslu sem ábyrgðarmaður einingarinnar eða fulltrúi hans undirritar einnig. Þar að auki skal vottunarstofa fara í slembiskoðunarheimsóknir sem tilkynnt er um fyrirfram eða ekki. Þessar heimsóknir skulu einkum ná til býla eða aðstæðna þar sem sérstök áhætta eða skipti á lífrænum afurðum og öðrum afurðum getur átt sér stað. |
|
|
|
|
6. |
Skriflegt bókhald. |
|
Færa skal birgða- og fjárhagsbókhald fyrir eininguna eða á athafnasvæðinu sem gera rekstraraðila og vottunarstofu kleift að rekja: |
|
– |
birgi og, þegar það er annar aðili, seljanda eða útflytjanda afurðanna, |
|
– |
eðli og magn landbúnaðarafurða sem um getur í 1. gr. og sendar hafa verið til einingarinnar og, þar sem það á við, allt efni sem keypt hefur verið og notkun þess, |
|
– |
eðli, magn og viðtakendur og, þegar það eru aðrir aðilar, kaupendur afurða sem um getur í 1. gr. og sendar hafa verið frá einingunni eða athafnasvæðum eða geymsluaðstöðu fyrsta viðtakanda, |
|
– |
hvers kyns aðrar upplýsingar sem vottunarstofa krefst til þess að viðeigandi eftirlit geti farið fram. |
|
Upplýsingar í bókhaldinu skulu studdar viðeigandi gögnum. |
|
Bókhaldið verður að sýna hvert jafnvægið er á milli aðfanga og framleiðslu. |
|
|
|
|
7. |
Innpökkun og flutningur afurða til annarra framleiðslu- og tilreiðslueininga eða athafnasvæða. |
|
Rekstraraðilarnir skulu tryggja að afurðir, sem um getur í 1. gr., séu eingöngu fluttar til annarra eininga, þ.m.t. heildsala og smásala, í viðeigandi pakkningum, ílátum eða ökutækjum sem þannig er lokað að ekki er unnt að skipta um innihald í þeim án þess að hrófla við innsiglinu eða skemma það og með merkimiða þar sem fram kemur, með fyrirvara um aðrar merkingar sem krafist er samkvæmt lögum: |
|
a) |
nafn og heimilisfang rekstraraðilans og, þegar það er annar aðili, eiganda eða seljanda afurða, |
|
b) |
heiti afurðarinnar, m.a. tilvísun til lífrænu framleiðsluaðferðarinnar í samræmi við ákvæði 5. gr., |
|
c) |
nafn og/eða kenninúmer vottunarstofu sem rekstraraðilinn heyrir undir, og |
|
d) |
ef við á, auðkenni framleiðslulotunnar samkvæmt auðkenniskerfi sem annaðhvort er samþykkt á landsvísu eða sem samningur hefur náðst við vottunarstofu um og sem gerir kleift að tengja lotuna bókhaldinu sem um getur í 6. tölul. |
|
Upplýsingarnar í a-, b-, c- og d-lið má einnig setja fram í fylgiskjali ef hægt er að tengja það á óyggjandi hátt pakkningunni, ílátinu eða ökutækinu sem varan er flutt í. Í fylgiskjalinu skulu vera upplýsingar um birgi og/eða flutningsaðila. |
|
Engu að síður er þess ekki krafist að pakkningum, ílátum eða ökutækjum sé lokað: |
|
– |
fari flutningar fram beint milli framleiðanda og annars rekstraraðila sem falla báðir undir eftirlitskerfið sem um getur í 9. gr., og |
|
– |
fylgiskjal með afurðunum þar sem upplýsingarnar, sem krafist er samkvæmt undirgreininni hér að framan, koma fram, og |
|
– |
hafi vottunarstofa bæði sendanda og viðtakanda fengið vitneskju um flutninginn og samþykkt hann. Slíkt samþykki gæti gilt fyrir fleiri en einn flutning. |
|
|
|
|
8. |
Geymsla afurða. |
|
Svæði til geymslu afurða skulu skipulögð þannig að tryggt sé að unnt sé að sanngreina framleiðslulotur og forðast blöndun við eða mengun frá afurðum og/eða efnum sem ekki eru í samræmi við þessa reglugerð. |
|
|
|
|
9. |
Afurðir sem grunur leikur á um að uppfylli ekki kröfur þessarar reglugerðar. |
|
Ef rekstraraðili telur eða grunar að afurð, sem hann hefur framleitt, tilreitt, flutt inn eða fengið afhenta frá öðrum rekstraraðila, sé ekki í samræmi við þessa reglugerð skal hann gera ráðstafanir annaðhvort til að fjarlægja af afurðinni allar tilvísanir, hafi hún verið framleidd með lífrænum aðferðum, eða að aðskilja og auðkenna afurðina. Honum er einungis heimilt að koma afurðinni í vinnslu, pökkun eða á markað eftir að þessari óvissu hefur verið eytt nema að afurðin sé sett á markað án merkinga sem vísa til lífrænnar framleiðsluaðferðar. Þegar um slíka óvissu er að ræða skal rekstaraðilinn tafarlaust gera vottunarstofu viðvart. Vottunarstofa getur lagt bann við því að afurðin sé sett á markað með merkingum sem vísa til lífrænu framleiðsluaðferðarinnar þangað til hún er þess fullviss á grundvelli upplýsinga sem hann hefur fengið frá rekstraraðilanum eða eftir öðrum leiðum, að óvissunni hafi verið eytt. Ef vottunarstofa hefur rökstuddan grun um að rekstraraðili hyggist setja á markað afurð sem ekki er í samræmi við þessa reglugerð en ber tilvísun til lífrænnar framleiðsluaðferðar getur vottunarstofa til bráðabirgða bannað rekstraraðilanum að markaðssetja afurðina með þessari tilvísun. Ef vottunarstofa er þess fullviss að afurðin sé ekki í samræmi við kröfur þessarar tilskipunar skal auk þess krafist að allar tilvísanir í að afurðin sé framleidd með lífrænni aðferð séu fjarlægðar af henni. Ef grunurinn reynist ekki á rökum reistur skal ákvörðunin afturkölluð innan tiltekins frests. Vottunarstofa skal ákvarða þennan frest. Rekstraraðilinn skal aðstoða vottunarstofu á allan hátt við að komast til botns í málinu. |
|
|
|
|
10. |
Aðgangur að starfsstöð. |
|
Vegna eftirlitsins skal rekstraraðilinn veita vottunarstofu aðgang að öllum hlutum einingarinnar og öllu athafnasvæði sínu og að bókhaldi og fylgiskjölum sem máli skipta. Hann skal veita vottunarstofu allar þær upplýsingar sem teljast nauðsynlegar vegna eftirlitsins. |
|
Rekstraraðili skal afhenda niðurstöður úr eigin eftirliti, sem hann hefur sinnt sjálfviljugur og sýnatökuáætlunum fari vottunarstofa fram á það. |
|
Að auki skulu innflytjendur og fyrstu viðtakendur leggja fram öll innflutningsleyfi skv. 6. mgr. 11. gr. og skoðunarvottorð vegna innflutnings frá þriðju löndum. |
|
|
|
|
11. |
Upplýsingaskipti. |
|
Þegar rekstraraðili og undirverktakar hans sæta eftirliti mismunandi vottunarstofa skal yfirlýsingin, sem um getur í 3. tölul., fela í sér samþykki rekstraraðilans fyrir sína hönd og undirverktaka sinna fyrir því að mismunandi vottunarstofum sé heimilt að skiptast á upplýsingum um starfsemina, sem þeir hafa eftirlit með, og um það hvernig þessi upplýsingaskipti skulu fara fram. |
Sérákvæði. |
|
|
|
|
A. |
Framleiðsla á plöntum og plöntuafurðum, búfjárræktun og/eða framleiðsla búfjárafurða. |
|
|
|
|
Þessi þáttur gildir um allar einingar, sem stunda framleiðslu sem skilgreind er í 2. mgr. 4. gr., á afurðum, sem um getur í a-lið 1. mgr. 1. gr., fyrir eigin reikning eða annarra. |
Framleiðsla skal fara fram innan einingar þar sem framleiðslustaðir, ræktunarskikar, bithagar, gerði, útisvæði, gripahús og, þar sem það á við, staðir til geymslu á uppskeru, ræktunarafurðum, búfjárafurðum, hráefni og aðföngum eru greinilega aðskilin frá öðrum einingum þar sem framleiðsla er ekki í samræmi við reglurnar sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð. |
Vinnsla, pökkun og/eða markaðssetning getur farið fram innan framleiðslueiningarinnar en þar er þessi starfsemi takmörkuð við eigin landbúnaðarafurðir. |
Bókhald yfir það magn, sem selt er beint til neytanda, skal fært daglega. |
Bannað er að geyma innan einingarinnar aðföng, önnur en þau sem leyfð eru skv. b- og c-lið 1. mgr. 6. gr. og a-lið 3. mgr. 6. gr. |
Þegar rekstraraðili tekur við afurð eins og um getur í 1. gr. skal hann kanna hvort pakkningar eða ílát séu lokuð, sé þess krafist, og hvort merkingar, sem um getur í 7. lið almennu ákvæðanna í þessum viðauka, séu fyrir hendi. Geta skal um niðurstöður þessarar sannprófunar með skýrum hætti í skriflega bókhaldinu sem um getur í 6. lið almennu ákvæðanna. |
|
|
|
|
A.1. Plöntur og plöntuafurðir úr landbúnaðarframleiðslu eða söfnun. |
|
|
|
|
1. |
Fyrsta eftirlit. |
|
Nákvæma lýsingin á einingunni, sem um getur í 3. lið almennu ákvæðanna í þessum viðauka skal: |
|
– |
samin jafnvel þó starfsemi á vegum framleiðanda sé takmörkuð við söfnun villtra plantna, |
|
– |
sýna geymslu- og framleiðslustaði, ræktunarskika og/eða söfnunarsvæði og, þar sem við á, staði þar sem tiltekin vinnsla og pökkun fer fram, og |
|
– |
hvaða dag afurðir, sem ekki er heimilt að nota skv. b-lið 1. mgr. 6. gr., voru síðast notaðar á viðkomandi ræktunarskikum og/eða söfnunarsvæðum. |
|
Þegar um er að ræða söfnun villtra plantna skulu tilgreindar í þeim hagnýtu ráðstöfunum í 3. lið almennu ákvæðanna í þessum viðauka ábyrgðir þriðju aðila sem framleiðandinn getur veitt til að tryggja að ákvæðum í 4. liðA-hluta í I. viðauka sé fullnægt. |
|
|
|
|
2. |
Tilkynningar. |
|
Á hverju ári, fyrir þann dag sem vottunarstofa tilgreinir, skal framleiðandi tilkynna vottunarstofu um framleiðsluáætlun sína um ræktunarafurðir þar sem fram kemur sundurliðun eftir ræktunarskikum. |
|
|
|
|
3. |
Nokkrar framleiðslueiningar reknar af sama aðila. |
|
Reki rekstraraðili nokkrar framleiðslueiningar á sama svæði skulu einingar á svæðinu, þar sem eru framleiddar nytjajurtir eða afurðir þeirra, sem ekki falla undir ákvæði 1. gr., sem og geymslustaðir fyrir aðföng (t.d. áburð, plöntuvarnarefni og fræ) einnig háð þeim almennu eftirlitsákvæðum sem mælt er fyrir um í almennu ákvæðunum í þessum viðauka að því er tekur til 1., 2., 3., 4. og 6. liðs almennu ákvæðanna. |
|
Ekki er heimilt að framleiða innan þessara eininga sama afbrigði eða afbrigði sem ekki er auðvelt að aðgreina frá þeim sem framleidd eru í einingunni og um getur í annarri málsgrein í A-hluta. |
|
Framleiðendum er engu að síður heimilt að víkja frá reglunni sem um getur í síðasta málslið málsgreinarinnar hér að framan: |
|
a) |
ef um framleiðslu á fjölærum ræktunarafurðum er að ræða (tré sem bera æta ávexti, vín og humlar), að því tilskildu að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt: |
|
|
1. |
framleiðslan sem um er að ræða, sé hluti aðlögunaráætlunar sem framleiðandi skuldbindur sig opinberlega til að fylgja en samkvæmt henni á að hefjast handa við að skipta yfir í lífræna framleiðslu á síðasta hluta þess svæðis sem um er að ræða á sem skemmstum tíma og má hann ekki undir neinum kringumstæðum vera lengri en fimm ár, |
|
|
2. |
gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að afurðir frá öllum viðkomandi einingum séu ávallt skildar að, |
|
|
3. |
vottunarstofu sé tilkynnt um uppskeru allra viðkomandi afurða með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara, |
|
|
4. |
framleiðandi tilkynni vottunarstofu strax að uppskeru lokinni hve mikil hún er nákvæmlega af viðkomandi einingum og um sérstök einkenni (t.d. gæði, lit og meðalþyngd, o.s.frv.) og staðfesti að gripið hafi verið til ráðstafana til að skilja afurðir að, |
|
|
5. |
vottunarstofa hafi samþykkt aðlögunaráætlunina og þær ráðstafanir sem um getur í 1. og 3. lið almennu ákvæðanna. Staðfesta ber fyrrnefnt samþykki árlega eftir að aðlögunaráætluninni hefur verið hrint í framkvæmd; |
|
b) |
ef um er að ræða svæði til landbúnaðarrannsókna sem yfirvöld hafa samþykkt, að því tilskildu að skilyrðum í 2., 3. og 4. lið a-liðar og þeim hluta af skilyrðum í 5. lið a-liðar sem við eiga, hafi verið fullnægt; |
|
c) |
ef um er að ræða fræframleiðslu, framleiðslu plöntufjölgunarefna og örgræðlinga, að því tilskildu að skilyrðum í 2., 3. og 4. lið a-liðar og þeim hluta af skilyrðum í 5. lið a-liðar sem við eiga, hafi verið fullnægt; |
|
d) |
ef um er að ræða graslendi sem eingöngu er notað til beitar. |
|
|
|
|
A.2. Búfé og búfjárafurðir úr landbúnaðarframleiðslu. |
|
|
|
|
1. |
Fyrsta eftirlit. |
|
Þegar eftirlitskerfið, sem gildir sérstaklega um framleiðslu búfjárafurða, er reynt í fyrsta sinn skal nákvæma lýsingin á einingunni, sem um getur í 3. lið almennu ákvæðanna í þessum viðauka, ná yfir: |
|
– |
nákvæma lýsingu á gripahúsum, beitilandi, hólfum, gerðum o.s.frv. og, eftir því sem við á, aðstöðu vegna geymslu, pökkunar og vinnslu að því er varðar búfé, búfjárafurðir, hráefni og aðföng, |
|
– |
nákvæma lýsingu á þeirri aðstöðu þar sem búfjáráburður er geymdur |
|
Hagnýtu ráðstafanirnar, sem um getur í 3. lið almennu ákvæðanna í þessum viðauka, skulu fela í sér: |
|
– |
áætlun um dreifingu áburðar, sem vottunarstofa hefur samþykkt, ásamt nákvæmri lýsingu á þeim svæðum sem eru lögð undir ræktun nytjajurta, |
|
– |
eftir atvikum, skriflega samninga við önnur býli sem fara að ákvæðum þessarar reglugerðar um dreifingu búfjáráburðar, |
|
– |
áætlun fyrir framleiðslueiningu lífrænt ræktaðs búfjár (t.d. um fóðrun, tímgun og heilbrigði o.s.frv.). |
|
|
|
|
2. |
Auðkenning búfjár. |
|
Skylt er að auðkenna búféð á varanlegan hátt með tækni sem sniðin er að hverri tegund, hvert dýr, ef um stór spendýr er að ræða, en hvert dýr eða hvern hóp ef um alifugla eða smærri spendýr er að ræða. |
|
|
|
|
3. |
Búfjárskýrslur. |
|
Upplýsingar um búféð skal færa í búfjárskýrslu sem vottunarstofa getur gengið að hvenær sem er á bújörðinni. |
|
Þessar skýrslur, sem veita eiga nákvæma lýsingu á bústofninum og meðferð hans, skulu innihalda eftirfarandi upplýsingar: |
|
– |
að því er varðar komu búfjár á bújörðina fyrir hverja tegund: uppruni og komudagur, aðlögunartími, auðkenni og forsaga um meðferð af hálfu dýralæknis, |
|
– |
að því er varðar brottflutning búfjár af bújörðinni: aldur, fjöldi dýra, þyngd ef um sláturdýr er að ræða, auðkenni og ákvörðunarstaður, |
|
– |
hvers kyns vanhöld dýra og ástæður þeirra, |
|
– |
að því er varðar fóður: gerð, þar á meðal fóðurbótaefni, hlutfall mismunandi innihaldsefna í skömmtum og tímabil þegar dýrin geta gengið frjáls í högum og tímabil þegar dýrin geta farið milli bithaga í þeim tilvikum þar sem takmarkanir gilda, |
|
– |
að því er varðar forvarnir gegn sjúkdómum og meðferð og umönnun dýralæknis: dagsetning meðferðar, sjúkdómsgreining, tegund efnis sem er notað við meðferð, tilhögun meðferðar og lyfseðlar dýralæknis er varða meðferðina, ásamt rökstuðningi, og útskilnaðartíminn sem tilskilinn er áður en búfjárafurðir mega fara á markað. |
|
|
|
|
4. |
Nokkrar framleiðslueiningar reknar af sama rekstraraðila. |
|
Ef framleiðandi, í samræmi við lið 1.6 í B-hluta og lið 1.3 í C-hluta í I. viðauka, rekur nokkrar framleiðslueiningar á sama svæði heyra þær einingar, þar sem stunduð er búfjárframleiðsla eða framleiðsla búfjárafurða sem fellur ekki undir 1. gr., einnig undir eftirlitskerfið að því er varðar 1. lið þessa undirþáttar um búfé og búfjárafurðir, svo og ákvæði um hirðingu og fóðrun dýranna, búfjárskýrslur og meginreglurnar um geymslu þess sem er notað við eldið. |
|
Vottunarstofu er heimilt, í samráði við landbúnaðarráðuneytið, að veita býlum, sem stunda landbúnaðarrannsóknir, undanþágu að því er varðar kröfur um aðrar tegundir búfjár skv. lið 1.6 í B-þætti í I. viðauka ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt: |
|
– |
gerðar hafi verið viðeigandi ráðstafanir, sem vottunarstofa samþykkir, í því skyni að tryggja varanlegan aðskilnað búfjár, búfjárafurða, búfjáráburðar og fóðurs í hverri einingu, |
|
– |
framleiðandi geri vottunarstofu viðvart áður en búfé eða búfjárafurðir eru afhentar eða seldar, |
|
– |
rekstraraðilinn geri vottunarstofu nákvæma grein fyrir magni, sem framleitt er innan eininganna, ásamt öllum einkennum sem leyfa auðkenningu afurðanna og staðfesti að ráðstafanir til að aðskilja afurðirnar hafi verið gerðar. |
|
|
|
|
5. |
Aðrar kröfur. |
|
Heimiluð er sú undanþága frá þessum reglum að leyft er að geyma hefðbundin dýralyf og sýklalyf á bújörðum, að því tilskildu að dýralæknir hafi gefið út lyfseðil fyrir þeim í tengslum við meðferð, eins og um getur í I. viðauka, og að þau séu geymd undir eftirliti og færð í skrá búsins. |
B. |
Einingar þar sem tilreiðsla plöntu- og búfjárafurða og matvæla úr plöntu- og búfjárafurðum fer fram. |
|
|
|
|
Þessi þáttur gildir um allar einingar þar sem afurðir, sem um getur í 1. mgr. 1. gr., eru tilreiddar, eins og skilgreint er í 3. mgr. 4. gr., fyrir eigin reikning eða annarra, nánar tiltekið: |
|
– |
einingar þar sem slíkum afurðum er pakkað og/eða endurpakkað, |
|
– |
einingar þar sem slíkar afurðir eru merktar og/eða endurmerktar. |
|
|
|
|
1. |
Fyrsta eftirlit. |
|
Í nákvæmu lýsingunni á einingunni, sem um getur í 3. lið almennu ákvæðanna í þessum viðauka, skal greina frá aðstöðunni sem notuð er til móttöku, vinnslu, pökkunar, merkingar og geymslu landbúnaðarafurða, bæði fyrir og eftir þá vinnslu sem þeim tengist, ásamt tilhögun flutninga afurðanna. |
|
|
|
|
2. |
Skriflegt bókhald. |
|
Í skriflega bókhaldinu, sem um getur í 6. lið almennu ákvæðanna, skal vera tilvísun í sannprófunina sem vísað er til í 5. lið þessa undirþáttar. |
|
|
|
|
3. |
Tilreiðslueiningar sem einnig meðhöndla afurðir sem ekki eru lífrænt ræktaðar. |
|
Ef afurðir, sem ekki er getið í 1. gr., eru einnig tilreiddar, þeim pakkað eða þær geymdar innan viðkomandi tilreiðslueiningar: |
|
– |
skulu vera aðskilin svæði í tíma og rúmi innan einingarinnar á athafnasvæðinu þar sem unnt er að geyma afurðir, sem um getur í 1. gr., fyrir og eftir vinnslu, |
|
– |
skal vinnsla standa stöðugt yfir uns framleiðslulotunni hefur verið lokið að fullu á öðrum stað og tíma en samsvarandi vinnsla afurða sem falla ekki undir 1. gr., |
|
– |
skal tilkynna um slíka vinnslu fyrirfram og innan tímamarka sem vottunarstofa samþykkir komi hún til framkvæmda reglulega eða á tilteknum degi, |
|
– |
skal grípa til allra ráðstafana til að tryggja að unnt sé að bera kennsl á framleiðslulotur og forðast blöndun eða rugling við afurðir sem ekki eru framleiddar í samræmi við reglurnar sem kveðið er á um í þessari reglugerð, |
|
– |
skal vinnsla afurða, sem er í samræmi við reglurnar sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð, aðeins fara fram eftir að framleiðslubúnaðurinn hefur verið hreinsaður. Kanna ber og skrá hversu skilvirkar hreinsunaraðgerðirnar eru. |
|
|
|
|
4. |
Innpökkun og flutningur afurða til tilreiðslueininga. |
|
Söfnun á mjólk, eggjum og eggjaafurðum úr lífrænum búskap skal aðskilin söfnun afurða sem ekki eru framleiddar í samræmi við þessa reglugerð. Með fyrirvara um fyrirframsamþykki vottunarstofu er hægt að veita undanþágu og heimila að afurðum sé safnað samtímis þar sem viðeigandi ráðstafanir eru gerðar til að forðast alla blöndun við eða skipti á afurðum sem ekki eru framleiddar í samræmi við þessa reglugerð og til að tryggja auðkenningu afurða sem framleiddar eru í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar. Rekstraraðili hefur upplýsingar um söfnunardaga, -tíma og -leið, og dagsetningu og tíma þegar tekið er við afurðunum tiltækum fyrir vottunarstofu. |
|
|
|
|
5. |
Tekið við afurðum frá öðrum einingum. |
|
Þegar rekstraraðili tekur við afurð eins og um getur í 1. gr. skal hann kanna hvort pakkningar eða ílát séu lokuð, sé þess krafist, og hvort merkingar, sem um getur í 7. lið almennu ákvæðanna í þessum viðauka, séu fyrir hendi. Rekstraraðilinn skal bera saman upplýsingarnar á merkimiðanum, sem um getur í 7. lið almennu ákvæðanna, við upplýsingarnar í fylgiskjölunum. Geta skal um niðurstöður þessarar sannprófunar með skýrum hætti í skriflega bókhaldinu sem um getur í 6. lið almennu ákvæðanna. |
C. |
Innflutningur plantna, plöntuafurða, búfjár, búfjárafurða og matvæla úr plöntu- og/eða búfjárafurðum frá þriðju löndum. |
|
|
|
|
Þessi þáttur gildir um alla rekstraraðila sem stunda sem innflytjendur og/eða fyrstu viðtakendur innflutning og/eða taka við afurðum, sem um getur í 1. mgr. 1. gr., fyrir eigin reikning eða annars rekstraraðila. Í þessum þætti er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir: |
– |
innflytjandi: einstaklingur eða lögaðili innan EES, sem annaðhvort sjálfur eða í gegnum fulltrúa sinn, leggur vörusendingu fram til frjálsrar dreifingar innan EES, |
– |
fyrsti viðtakandi: sá einstaklingur eða lögaðili sem um getur í a-lið 3. mgr. 11. gr., sem fær vörusendinguna afhenta og tekur hana til frekari tilreiðslu og/eða markaðssetningar. |
|
|
|
|
1. |
Fyrsta eftirlit. |
|
Innflytjendur. |
|
– |
Nákvæm lýsing á einingunni, sem um getur í 3. lið almennu ákvæðanna í þessum viðauka, skal ná yfir athafnasvæði innflytjandans og innflutningsstarfsemi hans og tilgreina skal komustaði afurðanna inn á EES og alla aðra aðstöðu sem innflytjandinn hyggst nota til að geyma innfluttu afurðirnar uns þær eru afhentar fyrsta viðtakanda. |
|
– |
Þar að auki skal yfirlýsingin, sem um getur í 3. lið almennu ákvæðanna, fela í sér skuldbindingu innflytjandans um að tryggja að öll aðstaða, sem innflytjandinn mun nota til geymslu afurða sé háð eftirliti sem vottunarstofa framkvæmir eða, þegar geymsluaðstaðan er í öðru aðildarríki eða á öðru svæði, samþykktur eftirlitsaðili eða -yfirvald í viðkomandi aðildarríki eða svæði. |
|
Fyrsti viðtakandi. |
|
– |
Í nákvæmu lýsingunni á einingunni, sem um getur í 3. lið almennu ákvæðanna í þessum viðauka, skal greina frá aðstöðunni sem notuð er til móttöku og geymslu. Þegar önnur starfsemi, svo sem vinnsla, pökkun, merking og geymsla landbúnaðarafurða, bæði fyrir og eftir þá vinnslu sem þeim tengist, ásamt flutningum afurðanna, á sér stað skulu viðeigandi ákvæði B-hluta gilda. |
|
Þegar innflytjandi og fyrsti viðtakandi eru sami lögaðilinn og starfa innan sömu einingarinnar er leyfilegt að steypa skýrslunum, sem um getur í 3. lið almennu ákvæðanna, saman í eina skýrslu. |
|
|
|
|
2. |
Skriflegt bókhald. |
|
Ef innflytjandinn og fyrsti viðtakandi reka ekki eina og sömu eininguna skulu báðir halda birgða- og fjárhagsbókhald. |
|
Fari vottunarstofa þess á leit skal veita allar upplýsingar um fyrirkomulag flutninga frá útflytjanda í þriðja landi til fyrsta viðtakanda og frá athafnasvæði eða geymsluaðstöðu fyrsta viðtakanda til viðtakanda innan EES. |
|
|
|
|
3. |
Upplýsingar um innfluttar vörusendingar. |
|
Innflytjandinn skal tilkynna vottunarstofu um hverja vörusendingu sem flytja á inn í bandalagið, í síðasta lagi þegar yfirvaldi viðkomandi aðildarríkis er afhent vottorð í samræmi við grein 4.1 í XI. viðauka, þar sem mælt er fyrir um ítarlegar reglur um framkvæmd ákvæðanna er varða eftirlitsvottorð vegna innflutnings frá þriðju löndum skv. 11. gr. og veita eftirfarandi upplýsingar: |
|
– |
nafn og heimilisfang fyrsta viðtakanda, |
|
– |
allar upplýsingar sem viðkomandi vottunarstofa kann að óska eftir, eins og afrit af eftirlitsvottorði vegna innflutnings lífrænna afurða. Fari vottunarstofa þess á leit við innflytjanda skal hann koma upplýsingunum á framfæri viðvottunarstofu fyrsta viðtakanda. |
|
|
|
|
4. |
Innflytjendur og fyrstu viðtakendur sem einnig meðhöndla afurðir sem ekki eru lífrænt ræktaðar. |
|
Ef innfluttar afurðir, sem um getur í 1. gr., eru geymdar á geymslustöðum þar sem aðrar landbúnaðarafurðir eða matvæli eru einnig geymd skal: |
|
– |
halda afurðunum, sem um getur í 1. gr., aðskildum frá öðrum landbúnaðarafurðum og/eða matvælum, |
|
– |
gera allar ráðstafanir til að tryggja að unnt sé að sanngreina vörusendingar og að koma í veg fyrir að þeim sé blandað saman við afurðir sem ekki eru fengnar í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar. |
|
|
|
|
5. |
Eftirlitsheimsóknir. |
|
Vottunarstofa skal skoða birgða- og fjárhagsbókhaldið, sem um getur í 2. tölul. C-hluta, og vottorðin sem um getur í b-lið 1. mgr. 11. gr. og 3. mgr. 11. gr. og sem lýst er í XI. viðauka. |
|
Fari innflutningsstarfsemin fram innan mismunandi eininga eða á mismunandi athafnasvæðum skal innflytjandinn, sé þess óskað, koma á framfæri skýrslunum, sem gert er ráð fyrir í 3. og 5. lið almennu ákvæðanna í þessum viðauka, fyrir hverja aðstöðu fyrir sig. |
|
|
|
|
6. |
Móttaka afurða frá þriðja landi. |
|
Flytja skal afurðir, sem um getur í 1. gr., inn frá þriðja landi í viðeigandi pakkningum eða ílátum sem þannig er lokað að ekki er unnt að skipta um innihald í þeim og þar sem fram koma deili á útflytjanda og önnur merki og tölur sem gera kleift að sanngreina lotuna með eftirlitsvottorðinu um innflutning frá þriðju löndum. |
|
Þegar fyrsti viðtakandi tekur við afurð eins og um getur í 1. gr. skal hann kanna hvort pakkningar eða ílát séu lokuð og samræmi milli auðkennis vörusendingarinnar og vottorðsins sem um getur í XI. viðauka. Geta skal um niðurstöður þessarar sannprófunar með skýrum hætti í bókhaldinu sem um getur í 2. tölul. C-hluta. |
4. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á VI. viðauka, sbr. reglugerð nr. 473/2002/EB:
5. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á X. viðauka "Skilgreining á þriðju löndum sem vísað er til í 11. grein", sbr. reglugerðir 1162/2002/EB, 2382/2002/EB og 545/2003/EB:
5.1 |
Í textum sem vísa til Argentínu, Ástralíu, Tékklands, Ungverjalands, Ísraels og Sviss kemur eftirfarandi texti í stað 5. liðar: "5. Gildistími viðbótar: 30.6.2008." |
5.2. |
Í texta sem vísar til Ástralíu fellur niður í 3. lið eftirfarandi: " - Organic Vignerons Association of Australia Inc. (OVAA)". |
5.3. |
Á eftir texta sem vísar til Ástralíu bætist við eftirfarandi texti: |
|
"COSTA RICA |
|
1. |
Afurðaflokkar: |
|
|
a) |
Óunnar ræktunarafurðir í skilningi a-liðar 1. mgr. 1. gr. |
|
|
b) |
Tilreiddar ræktunarafurðir sem ætlaðar eru til manneldis í skilningi b-liðar 1. mgr. 1. gr. |
|
2. |
Uppruni: Afurðir í flokki 1 (a) og lífrænt framleidd innihaldsefni í afurðum í flokki 1 (b) sem framleidd hafa verið í Costa Rica. |
|
3. |
Eftirlitsaðilar: Eco-LOGICA and BCS Oko-Garantie. |
|
4. |
Útgefandi vottorða: Ministerio de Agricultura y Ganadería. |
|
5. |
Gildistími viðbótar: 30.6.2006." |
5.4. |
Í texta sem vísar til Ungverjalands falla niður í 3. lið orðin "og Skal" og í 4. lið orðin "og Skal (skrifstofa í Ungverjalandi)". |
5.5. |
Á eftir texta sem vísar til Sviss bætist við eftirfarandi texti: |
|
"NÝJA SJÁLAND |
|
1. |
Afurðaflokkar: |
|
|
a) |
Óunnar ræktunarafurðir, búfé og ótilreiddar búfjárafurðir í skilningi a-liðar 1. mgr. 1. gr., að undanskildum: |
|
|
|
- búfé og búfjárafurðum sem merkt eru eða merkja á með tilvísun til aðlögunar, |
|
|
|
- fiskeldisafurðum. |
|
|
b) |
Tilreiddar ræktunar- og búfjárafurðir sem ætlaðar eru til manneldis í skilningi b-liðar 1. mgr. 1. gr., að undanskildum: |
|
|
|
- búfjárafurðum sem merkt eru eða merkja á með tilvísun til aðlögunar, |
|
|
|
- fiskeldisafurðum. |
|
2. |
Uppruni: Afurðir í flokki 1 (a) og lífrænt framleidd innihaldsefni í afurðum í flokki 1 (b) sem framleidd hafa verið á Nýja Sjálandi eða hafa verið flutt inn til Nýja Sjálands: |
|
|
- |
annaðhvort frá ESB, |
|
|
- |
eða frá þriðja landi innan ramma fyrirkomulags sem viðurkennt er að sé jafngilt í samræmi við ákvæði 1. mgr. 11. gr., |
|
|
- |
eða frá þriðja landi þegar viðurkennt hefur verið að reglur þess um framleiðslu og eftirlitskerfi eru jafngildar MAF Food Official Organic Assurance Programme, á grundvelli trygginga og upplýsinga frá eftirlitsyfirvaldi þess lands í samræmi við kröfur MAF, og að því tilskildu að eingöngu lífrænt framleidd innihaldsefni sem nota á til íblöndunar og að hámarki 5% af efnum upprunnum í landbúnaði, í afurðaflokki 1(b) sem tilreidd eru á Nýja Sjálandi, séu flutt inn. |
|
3. |
Eftirlitsaðilar: BIO-GRO New Zealand; Certenz. |
|
4. |
Útgefandi vottorða: New Zealand Ministry of Agriculture and Forestry (MAF). |
|
5. |
Gildistími viðbótar: 30.6.2006." |
6. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á XI. viðauka, sbr. reglugerðir nr. 1113/2002/EB og 1918/2002/EB:
6.1. |
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á A-hluta "Reglur um framkvæmd ákvæða um eftirlitsvottorð fyrir innflutning frá þriðju löndum sem kveðið er á um í 11. grein": |
|
a) |
Í 1. mgr. greinar 4.12 kemur "6. lið" í stað "7. lið". |
|
b) |
Í stað 1. mgr. greinar 5.1 kemur: "Vörusending, sem kemur frá þriðja landi, og vísað er í tollvörugeymslu eða í tilreiðslu með fríðindameðferð samkvæmt reglugerð ráðsins nr. 2913/92/EBE um stofnun tollnúmerakerfis bandalagsins1), og nota á í eitt eða fleiri vinnsluþrep eins og þau eru skilgreind í 3. mgr. 4. gr., skal sendingin fyrst meðhöndluð samkvæmt lið 4.1 áður en fyrsta tilreiðsla fer fram." |
|
c) |
Í stað 3. mgr. greinar 5.1 kemur: "Að þessari tilreiðslu lokinni skal samþykkt frumrit eftirlitsvottorðs fylgja vörusendingunni og afhent tollayfirvöldum sem skulu sannprófa sendinguna með tilliti til heimildar til frjálsrar dreifingar á henni." |
|
d) |
Í stað 4. mgr. greinar 5.2 kemur: "Eftir uppskiptingu vörusendingar skal samþykkt frumrit hvers útdráttar eftirlitsvottorðs fylgja viðkomandi sendingarhluta og afhent tollayfirvöldum sem skulu sannprófa hann með tilliti til heimildar til frjálsrar dreifingar á honum." |
|
e) |
Í 5. mgr. greinar 5.2 kemur "5. lið" í stað "6. lið". |
|
f) |
Í stað greinar 5.3 kemur: "Tilreiðsla og uppskipting sem vísað er til í liðum 5.1 og 5.2 skulu framkvæmdar í samræmi við viðeigandi skilyrði í 8. og 9. gr., almenn ákvæði III. viðauka og sérákvæði í B- og C-hlutum III. viðauka hvað þetta varðar og einkum 3. og 7. lið C-hluta III. viðauka. Aðgerðirnar skulu framkvæmdar í samræmi við 5. gr." |
6.2. |
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á B-hluta XI. viðauka "Fyrirmynd eftirlitsvottorðs fyrir innflutning á afurðum lífrænnar framleiðslu inn á EES-svæðið": |
|
a) |
Fyrirsögn vottorðs verður þannig: "Eftirlitsvottorð fyrir innflutning afurða lífrænnar framleiðslu til EES/ESB". |
|
b) |
Í 18. reit eyðublaðs fyrir vottorð kemur "6. liðar" í stað "7. liðar". |
|
c) |
Skýringar við fyrirmynd eftirlitsvottorðsins breytast þannig: |
|
|
– |
Í skýringu við reit 7 kemur "reit 8" í stað "reit 6"; |
|
|
– |
í skýringu við reit 14 kemur í sviganum "kg nettó massa" í stað "kg"; |
|
|
– |
í skýringu við reit 18 kemur "6. lið C-hluta" í stað "7. lið C-hluta". |
6.3. |
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á C-hluta "Fyrirmynd útdráttar úr eftirlitsvottorðinu": |
|
a) |
Fyrirsögn vottorðs verður þannig: "Útdráttur nr. ....... úr eftirlitsvottorði fyrir innflutning afurða lífrænnar framleiðslu til EES/ESB". |
|
b) |
Í 15. reit eyðublaðs fyrir vottorð kemur "5. liðar" í stað "6. liðar". |
|
c) |
Skýringar við fyrirmynd útdráttar úr eftirlitsvottorðinu breytast þannig: |
|
|
– |
Í skýringu við reit 13 kemur í sviganum "kg nettó massa" í stað "kg"; |
|
|
– |
í skýringu við reit 14 kemur "5.2.b" í stað "5.1.b"; |
|
|
– |
í skýringu við reit 15 kemur "5. lið" í stað "6. lið". |
Stjt. EB nr. L 302, 19.10.1992, bls. 1.
7. gr.
Eftirfarandi lagfæringar og leiðréttingar eru gerðar á texta reglugerðar nr. 74/2002:
8. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu, ásamt síðari breytingum og með hliðsjón af grunnreglum Alþjóðasambands lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM) og með hliðsjón af eftirtöldum reglugerðum framkvæmdastjórnar ESB: 2491/2001/EB, 473/2002/EB, 1113/2002/EB, 1918/2002/EB, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2001, 88/2002, 161/2002 og 87/2003 og með hliðsjón af eftirtöldum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar 1162/2002/EB 2382/2002/EB, 545/2003/EB og 599/2003/EB.
Reglugerðin tekur þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi tilvísanir í eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar ESB: 1468/94/EB, 3457/92/EBE og 418/96/EB.
F. h. r.
Níels Árni Lund.