Reglugerðin gildir um búfjáreftirlit. Markmið reglugerðarinnar er að kveða á um starfssvæði búfjáreftirlits og framkvæmd þess, svo sem um forðagæslu, talningu búfjár og skýrslugerð.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1. | Aðbúnaður búfjár, er umhirða, húsakostur og/eða skjól. |
2. | Búfé, átt er við alifugla, geitfé, hross, kanínur, loðdýr, nautgripi, sauðfé og svín. |
3. | Búfjáreftirlitsmaður, einstaklingur sem ráðinn er af sveitarfélagi til að hafa eftirlit með ásetningi búfjár, aðbúnaði, fóðrun og beit, auk annarra verkefna sem honum eru falin. |
4. | Hagaganga, er það þegar eigandi búfjár kemur því í haga til annars aðila án þess að taka landið á leigu og gerir um það samning. Sá aðili verður þar með umráðamaður búfjárins. |
5. | Innra eftirlit, er eftirlit á búum sem stunda matvælaframleiðslu sem viðurkennt er af héraðsdýralækni og byggir á greiningu áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða (GÁMES), sem sett er á fót til að tryggja gæði, öryggi og hollustu búfjárafurðanna. |
6. | Umráðamaður búfjár, er eigandi búfjár eða aðili sem er ábyrgur fyrir fóðrun, aðbúnaði og vörslu þess í samræmi við gildandi reglur í viðkomandi sveitarfélagi og samkvæmt samningi milli aðila. |
7. | Tilsjónarmaður búfjár, er sá aðili sem tekið hefur að sér fóðrun og eftirlit með aðbúnaði búfjár en ber ekki ábyrgð á búfé nema gerður hafi verið um það samningur og er hann þá þar með orðinn umráðamaður búfjár. |
8. | Sóttvarnarhólf, er land sem afmarkast af varnarlínum, ám vötnum , sjó eða öræfum sem ásamt fyrirskipaðri vörslu og öðrum varúðarráðstöfunum mynda farartálma eða fullkomna hindrun á samgangi dýra. |
Sveitarfélög skulu ráða búfjáreftirlitsmann, einn eða fleiri eftir umfangi hvers svæðis og sjá honum fyrir starfsaðstöðu og búnaði til starfsins. Búfjáreftirlitsmenn hafa eftirlit með ásetningi búfjár, aðbúnaði, fóðrun og beit, auk annarra verkefna sem þeim eru falin. Til starfsins skal velja menn sem hafa a.m.k. búfræðimenntun. Áður en búfjáreftirlitsmenn taka til starfa skulu þeir sækja sérstakt námskeið á vegum Bændasamtaka Íslands sem samræma jafnframt framkvæmd búfjáreftirlits á landinu öllu. Bændasamtök Íslands skulu útbúa sérstaka handbók fyrir búfjáreftirlitsmenn með upplýsingum um framkvæmd búfjáreftirlitsins, ásamt viðkomandi laga- og reglugerðaefni.
Að öðru leyti en því sem mælt er fyrir um í lögum nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl. skulu búfjáreftirlitsmenn fara með þær upplýsingar sem þeir afla í starfi sínu sem trúnaðarmál og er þeim óheimilt að skýra frá því sem þeir verða áskynja á öðrum vettvangi en hjá viðkomandi sveitarstjórn, héraðsdýralækni eða lögreglustjóra.
Búfjáreftirlitsmaður skal gæta þess eftir föngum að bera ekki smit á milli bæja eða hjarða ef þar er talin smithætta. Sérstaka aðgát skal viðhafa ef búfjáreftirlitssvæði nær yfir búfjárveikivarnarlínur.
Komi í ljós að fóðrun eða aðbúnaði búfjár er ábótavant skal búfjáreftirlitsmaður tilkynna það sveitarstjórn og héraðsdýralækni samdægurs.
Auk framangreindra starfa skal búfjáreftirlitsmaður fylgjast með beitilandi í byggð á starfssvæði sínu á öllum árstímum og gefa umsögn um ástand þess ef þurfa þykir. Telji hann meðferð lands ábótavant skal hann tilkynna það sveitarstjórn án tafar.
Á hverju hausti og eigi síðar en 1. nóvember sendir búfjáreftirlitsmaður öllum umráðamönnum búfjár á lögbýlum á sínu starfssvæði haustskýrslu frá Bændasamtökum Íslands til útfyllingar ásamt reglum um útfyllingu. Umráðamaður búfjár skal senda haustskýrslu útfyllta og undirritaða til viðkomandi búfjáreftirlitsmanns í síðasta lagi 20. nóvember. Hafi búfjáreftirlitsmaður ekki fengið haustskýrslu útfyllta frá einhverjum umráðamanni búfjár fyrir tilskilinn frest skal hann fara og skoða hjá viðkomandi og ber umráðamaður búfjár kostnaðinn af því í samræmi við gildandi gjaldskrá. Slíkri skoðun skal lokið eigi síðar en 20. desember ár hvert.
Búfjáreftirlitsmaður sendir frumrit og fyrsta afrit af útfylltum búfjáreftirlitsskýrslum til viðkomandi búnaðarsambands eigi síðar en 31. desember ár hvert. Viðkomandi búnaðarsamband sendir síðan frumrit búfjáreftirlitsskýrslu til Bændasamtaka Íslands fyrir 15. janúar.
Hross sem eru í hagagöngu fyrri hluta vetrar, eða fram að 1. febrúar, skulu skráð hjá eiganda sínum í því sveitarfélagi þar sem hann heldur hrossin. Hross sem eru í hagagöngu síðari hluta vetrar, eða eftir 1. febrúar, skulu skráð í því sveitarfélagi þar sem þau eru í hagagöngu, á skýrslu á nafn eiganda þar sem einnig er tilgreind kennitala og lögheimili.
Heimilt er að fresta skýrslusöfnun og skoðun í hesthúsum í þéttbýlum til 20. febrúar ár hvert. Við eftirlit hjá umráðamönnum hrossa í þéttbýli er búfjáreftirlitsmanni nægjanlegt að fá vitneskju um að umráðamaður hafi aðgang að nægjanlegum fóðurforða til loka vetrar, enda beri hross þess ekki merki að þau séu vanfóðruð.
Búfjáreftirlitsmaður skal á hverjum vetri, fyrir 15. apríl, fara í eftirlitsferð til allra umráðamanna búfjár í umdæmi sínu sem ekki starfrækja innra eftirlit sem viðurkennt hefur verið af héraðsdýralækni. Búfjáreftirlitsmaður skráir á skýrslu (eyðublað C) umsögn um húsakost, fóðrun og aðbúnað búfjár. Þá sannreynir búfjáreftirlitsmaður tölu alls búfjár og skal eigandi eða umráðamaður þess staðfesta talningu með undirritun sinni.
Séu gripir í hagagöngu á eyðijörðum eða landspildum þar sem ekki er föst búseta skal umráðamaður búfjár ætíð tilgreina tilsjónarmann, fyrirframsamþykktan af sveitarstjórn, sem sér um fóðrun og eftirlit með aðbúnaði búfjárins og viðkomandi beitilöndum. Umráðamaður búfjár ber þrátt fyrir tilnefningu tilsjónarmanns alltaf ábyrgð á fóðrun, beit og aðbúnaði nema samningur hafi verið gerður um annað. Nafn tilsjónarmanns skal skráð á viðkomandi búfjáreftirlitsskýrslum. Tilsjónarmaður skal hafa fasta búsetu í viðkomandi sveitarfélagi og skal nafn, kennitala og heimilisfang hans skráð á forðagæsluskýrslum.
Starfssvæði búfjáreftirlits skulu vera eftirfarandi:
1. | Reykjavíkurborg, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. |
2. | Kópavogsbær, Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður og Bessastaðahreppur. |
3. | Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Gerðahreppur, Grindavíkurkaupstaður og Vatnsleysustrandarhreppur. |
4. | Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur. |
5. | Skorradalshreppur, Borgarfjarðarsveit, Kolbeinsstaðahreppur, Hvítársíðuhreppur og Borgarbyggð. |
6. | Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur. |
7. | Saurbæjarhreppur og Dalabyggð. |
8. | Reykhólahreppur. |
9. | Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur. |
10. | Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur. |
11. | Kaldrananeshreppur, Hólmavíkur- og Kirkjubólshreppur, Broddaneshreppur og Bæjarhreppur. |
12. | Árneshreppur. |
13. | Húnaþing vestra. |
14. | Siglufjarðarkaupstaður, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur. |
15. | Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalækjarhreppur, Blönduósbær og Engihlíðarhreppur, Höfðahreppur, Skagabyggð, Svínavatnshreppur og Bólstaðarhlíðarhreppur. |
16. | Húsavíkurbær og Tjörneshreppur. |
17. | Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Grímseyjarhreppur og Hríseyjarhreppur. |
18. | Akureyrarkaupstaður, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. |
19. | Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Aðaldælahreppur. |
20. | Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur. |
21. | Svalbarðshreppur og Þórshafnarhreppur. |
22. | Skeggjastaðahreppur og Vopnafjarðarhreppur. |
23. | Fjarðabyggð og Mjóafjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fljótsdalshreppur, Fellahreppur, Austur-Hérað, Borgarfjarðarhreppur og Norður-Hérað, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Búðahreppur, Stöðvarhreppur, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur. |
24. | Sveitarfélagið Hornafjörður. |
25. | Mýrdalshreppur. |
26. | Skaftárhreppur. |
27. | Ásahreppur, Rangárþing eystra og Rangárþing ytra. |
28. | Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Árborg, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur og Bláskógabyggð. |
Þar sem búfjáreftirlitssvæði nær yfir fleiri en eitt sóttvarnarhólf skulu sveitarfélög leitast við að skipuleggja búfjáreftirlitið þannig að einn búfjáreftirlitsmaður starfi einungis innan eins sóttvarnarhólfs. Sveitarstjórnir skulu við skipulagningu eftirlitsins taka tillit til misjafnlega sýktra svæða innan hvers varnarhólfs og hafa samráð við héraðsdýralækni á hverju svæði um sóttvarnarreglur.
Vegna sérstakra aðstæðna á búfjáreftirlitssvæði nr. 6, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar skal starfa sérstakur búfjáreftirlitsmaður í þeim hluta Eyja- og Miklaholtshrepps er liggur austan við Snæfellsnessvarnarlínu, sem sinni ekki eftirliti á öðrum hlutum búfjáreftirlitssvæðisins.
Vegna sérstakra aðstæðna á búfjáreftirlitssvæði nr. 24, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar skal starfa sérstakur búfjáreftirlitsmaður á eftirlitssvæði Sveitarfélagsins Hornafjarðar er nær yfir Öræfasveit, sem sinni ekki eftirliti á öðrum hlutum búfjáreftirlitssvæðisins.
Vegna sérstakra aðstæðna á búfjáreftirlitssvæði nr. 11, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar skal starfa sérstakur búfjáreftirlitsmaður í Bæjarhreppi norðan Laxárdalsvarnarlínu og í Broddaneshreppi sunnan Bitruvarnarlínu. Þeim bæjum í Bæjarhreppi sem eru sunnan Laxárdalsvarnarlínu skal sinnt af búfjáreftirlitsmanni sem starfar í Miðfjarðarvarnarhólfi í Húnaþingi vestra.
Búfé skal við skráningu skipt eftir tegund, kyni og aldri, eins og fram kemur í viðauka I, BÚFÉ.
Gróffóðurforði ákvarðast af magni og orkugildi.
Umráðamaður búfjár skal mæla rúmmál heyja á býlinu og meta rúmþyngd (þéttleika) þeirra. Við það mat skal hann styðjast við töflur í viðauka II FÓÐURMAGN. Þessar tvær stærðir, rúmmál í m³ og rúmþyngd í kg/m³, skráir hann í haustskýrslu sem skila skal inn eigi síðar en 20. nóvember ár hvert. Þá skal hann skrá fóðurgæði í FE/kg.
Hafi umráðamaður búfjár ekki tiltækar niðurstöður heyefnagreininga sem gefa raunsanna mynd af gæðum heyja í fóðurforðanum skal hann styðjast við viðauka III FÓÐURGÆÐI.
Skrá skal uppskerumagn af heyi og korni, í tonnum með a.m.k. einum aukastaf. Þungi heys miðast við þurrefni (100% þe.), korns við þurrkað korn (85% þe.). Jafnframt skal skrá stærð ræktaðs lands í ha með einum aukastaf.
Í viðauka IV FÓÐURÞARFIR eru viðmiðanir í fóðurþörf einstakra gripa sem miða skal við í útreikningum. Séu aðrar viðmiðanir notaðar skal þess getið í athugasemdum.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum, sbr. 18. gr. laga nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl. og öðlast þegar gildi. Við gildistöku reglugerðarinnar fellur jafnframt úr gildi reglugerð nr. 86/2000. Reglugerðinni fylgja viðaukar I-IV.
I. | Nautgripir. |
01 | Mjólkurkýr, bornar 1. kálfi eða eldri | |
02 | Aðrar kýr (holdablendingar), sem notaðar eru til viðhalds stofninum og hafa borið einu sinni eða oftar. | |
03 | Kelfdar kvígur, ársgamlar (veturgamlar) eða eldri. | |
04 | Geldneyti, þ.e. allur nautpeningur ársgamall eða eldri, sem ekki flokkast undir kýr eða kelfdar kvígur. | |
05 | Kvígukálfar, yngri en ársgamlir. | |
06 | Nautkálfar, yngri en ársgamlir. |
II. | Sauðfé. |
07 | Ær, veturgamlar eða eldri. | |
08 | Hrútar og sauðir, veturgamlir eða eldri. | |
09 | Gimbrar sem fæddar eru á árinu og ekki verður slátrað fyrir áramót. | |
10 | Lambhrútar sem fæddir eru á árinu og ekki verður slátrað fyrir áramót. Síðgotungar sem ekki verður slátrað fyrr en eftir áramót skulu skráðir í 9. eða 10. flokk, eftir kyni. | |
11 | Geitur og kið skulu skráð hér án skiptingar eftir kyni eða aldri. |
III. | Hross. |
12 | Hryssur, 4ra vetra og eldri. | |
13 | Stóðhestar, 4ra vetra og eldri. | |
14 | Hestar, geltir, 4ra vetra og eldri. | |
15 | Tryppi, eldri en veturgömul, en yngri en 4ra vetra, óháð kyni. | |
16 | Folöld, á fyrsta vetri. |
IV. | Svín. |
17 | Gyltur sem ætlaðar eru til undaneldis, þ.e. eftir að ákveðið er að setja gyltuna á. | |
18 | Geltir, samsvarandi 17. flokki. | |
19 | Eldisgrísir, þ.e. grísir komnir í eldisstíu (þá oftast um eða innan við 20 kg lífþunga). | |
20 | Smágrísir, aðrir grísir, þ.e. frá goti og þar til þeir eru settir í eldisstíur. |
V. | Alifuglar. |
21 | Varphænsni, 5 mánaða eða eldri. | |
22 | Holdahænsni, 5 mánaða eða eldri. | |
23 | Lífungar yngri en 5 mánaða þegar talning fer fram, en fara annað hvort í 21. eða 22. flokk við 5 mánaða aldur. Sláturkjúklingar eru ekki taldir með. | |
24 | Endur. | |
25 | Gæsir. | |
26 | Kalkúnar. |
VI. | Loðdýr. |
27 | Minkalæður, lífdýr. | |
28 | Minkahögnar, lífdýr. | |
29 | Refalæður, lífdýr. | |
30 | Refasteggir, lífdýr. | |
31 | Ullarkanínur (Angórakanínur). | |
32 | Feldkanínur. |
Rúmmál þurrheys í flestum hlöðum er auðmælt, nema helst hæð stabbans. Hafi hlaðan verið veggjafull er einfaldast að margfalda lengd hlöðunnar x hæð x breidd til þess að fá rúmmál heysins. Hafi eitthvað verið í risinu eða hlaðan ekki veggjafull verður að áætla það og bæta við eða draga frá hæðinni eftir því sem við á.
Bundið hey í kubblaga böggum (ferböggum) er auðmælt, hvort sem er hver og einn baggi eða stór stabbi í einu lagi. Á rúlluböggum þarf að mæla þvermálið til að finna rýmið. Flestar bindivélar skila öllum böggum af sömu stærð; sama þvermáli. Langalgengast er að þvermálið á böggunum sé 120 cm og þá er rúmmál baggans um 1,4 m³. Þá þarf aðeins að telja baggana og margfalda töluna með 1,4 til að fá út heildarrúmmálið. Til eru rúllur með 90 cm þvermáli, en þá er rúmmálið 0,76 m³, 150 cm þvermál, sem gefur 2,2 m³ rúmmál og jafnvel með enn öðru þvermáli.
Niðurstöður rúmmálsmælinga skal skrá í skýrsluna í heilum tölum. Fáist út 9,5 m³ skal það skráð sem 10 m³, 9,4 m³ hins vegar sem 9 m³ o.s.frv.
II. 1. Rúmmál rúllubagga eftir þvermáli (þ) og lengd (l) í m³.
l
|
120
|
140
|
þ
|
||
90 cm |
0,76
|
0,89
|
120 cm |
1,40
|
1,58
|
150 cm |
2,19
|
2,57
|
Allmargar mælingar hafa verið gerðar á rúmþyngd heys og hafa niðurstöður verið breytilegar. Þó eru vissar viðmiðanir til að fara eftir.
Rúmþyngd þurrheys ræðst einkum af tvennu, þ.e. hæð stæðu og verkun heysins í hlöðunni. Eins og eðlilegt er, þjappast heyið meira saman eftir því sem neðar er í stæðu og meira farg ofan á. Eins virðist skipta máli hvort hitnar í heyinu eða ekki. Því meira sem hitnar í því, þeim mun fastar þjappast heyið saman.
Nú er í einni og sömu hlöðunni hey með mjög misjafna rúmþyngd. Þar sem rúmþyngd er mest neðarlega í stæðu sem hitnað hefur í getur hún verið rúmlega tvöfalt meiri en þar sem hún er minnst, þ.e. þar sem kaldverkað hey er efst í hlöðunni.
Við mat búfjáreftirlitsmanns verður hann að nota eitthvert meðaltal og þá er eðlilegast að nota þungann úr miðri stæðu sem í 4 m hárri stæðu væri hey í 2 m dýpt, 3 m stæðu í 1½ m, o.s.frv. Á sama hátt metur hann hvort heyið í hlöðunni geti allt talist kaldverkað, hvort bóndi hafi leyft einhverjum hita að myndast í hlöðunni eða hvort það hafi verið regla að láta hitna vel í heyinu. Þetta metur hann í samráði við bónda og við skoðun á heyinu hverju sinni.
b) Laust vothey.
Rúmþyngd votheys er ekki eins breytileg og rúmþyngd þurrheys vegna þess að votheyinu er yfirleitt þrýst eða þjappað saman við hirðingu (flatgryfjur) eða jafnvel sett farg á það. Þó verður nokkur munur á endanlegri niðurstöðu, einkum eftir því hve fíngert grasið er við hirðingu eða hversu fínt það er saxað og svo eftir vatni í því, en það hefur þó minni áhrif.
Yfirleitt eru 100-250 kg af þurrefni í m³ heys í votheysgryfju (600-1000 kg vothey). Gróft og ósaxað hey er ekki eins þétt og fínt eins og saxað hey. Til að gera matið ekki of flókið hafa búfjáreftirlitsmenn um tvennt að velja, 150 kg og 160 kg/m³.
c) Rúllubaggar.
Rúmþyngd heys í rúlluböggum er breytileg og þar ræður rakastig við hirðingu, gerð rúllubaggavélar og verklag stjórnandans mestu um niðurstöðuna.
Ef um eina vél og sama stjórnanda er að ræða verður rúmþyngdin aðeins háð rakastigi, þannig að því blautara sem heyið er þegar það er rúllað, því minna hey (fullþurrt) verður í böggunum.
II. 2. Rúmþyngd heys í kg þurrefnis í m³.
Þurrhey, gróft, laust, kaldverkað |
90
|
Þurrhey, gróft, laust, hefur hitnað í því |
100
|
Þurrhey, fínt, laust, kaldverkað |
100
|
Þurrhey, fínt, laust, hefur hitnað í því |
120
|
Þurrhey, meðalfast bundið |
115
|
Þurrhey, fast bundið |
130
|
Þurrhey, bundið í rúllur1) |
200
|
Heykögglar |
600
|
Vothey, gróft, laust í turni eða flatgryfju |
150
|
Vothey, fínt, laust í turni eða flatgryfju |
160
|
Votheysrúllur1) grænfóður og blautt gras |
100
|
Votheysrúllur1) slegið í dumbungsveðri, rúllað strax |
125
|
Votheysrúllur1) slegið í þurrki, rúllað strax |
140
|
Votheysrúllur1) forþurrkað í a.m.k. 1 dag |
170
|
Votheysrúllur1) hálfþurrt hey |
200
|
Heymeti |
240
|
1) Rúmþyngd í rúllum er miðuð við einstakar rúllur en ekki miðuð við rúmmál rúllustæðunnar allrar. Rúllurnar falla ekki þétt hver að annarri svo að eitthvert rými verður tómt á milli þeirra. Í bundnu þurrheyi er miðað við stæðu.
Gæði heysins skipta máli þegar meta skal fóðurbirgðir. Vel verkað hey í hlöðu sem slegið var þegar grös voru í örum vexti er meira virði en jafnmikið magn af heyi sem er hrakið, úr sér sprottið og myglað.
Fóðrinu er skipt í fimm gæðaflokka og tilgreindur ákveðinn fóðureiningafjöldi í kg þurrefnis í hverjum flokki. Sjaldgæft er að allt heyið í hlöðunni sé í sama gæðaflokki og verður að meta hverju sinni hvað sé líklegast meðaltal.
Lýsa má gæðaflokkunum þannig:
1. | Úrvalsfóður. Grasið er slegið í örum vexti um eða rétt fyrir skrið. Verkun hefur tekist vel þannig að aldrei hefur hitnað í heyinu, það er kaldverkað. Vothey hefur einnig verkast kalt og loft ekki komist að. Gert er ráð fyrir að af heyi í þessum gæðaflokki séu 0,87 FE í hverju kg. |
2. | Gott fóður. Grasið er slegið um skrið, hefur verið skamma stund á velli (aldrei rignt í það) og verkast vel og í mesta lagi aðeins komið í það velgja. Gert er ráð fyrir að af heyi í þessum gæðaflokki séu 0,80 FE í hverju kg. |
3. | Sæmilegt fóður. Grasið er slegið um eða nokkru eftir skrið. Það hefur ekki velkst lengi á þurrkvelli, e.t.v. rignt einu sinni í það skömmu eftir slátt. Hitamyndun þó nokkur við verkun, svo mikil að heyið hefur brugðið lit og er ekki eins grænt og það var nýslegið. Gert er ráð fyrir að í þessum gæðaflokki séu 0,73 FE í hverju kg. |
4. | Lélegt fóður. Grasið er úr sér sprottið þegar það er slegið eða hefur hrakist meira eða minna á þurrkvelli eða mest af næringunni hefur farið forgörðum við hitamyndun í heyinu. Vothey þar sem verkun hefur mistekist vegna loftaðgangs (rifnar rúllur) telst líka til þessa flokks. Gert er ráð fyrir að í mesta lagi séu 0,60 FE í hverju kg. |
5. | Mjög lélegt fóður. Mjög illa verkað og/eða næringarsnautt hey. Gert er ráð fyrir að 0,50 FE séu í hverju kg. |
1. Úrvalsfóður, snemmslegið, vel verkað |
0,87
|
2. Gott fóður, slegið um skrið, allvel verkað |
0,80
|
3. Sæmilegt fóður, slegið eftir skrið, velkst nokkuð á velli |
0,73
|
4. Lélegt fóður, úr sér sprottið við slátt, hrakið, misheppnuð votheysverkun |
0,60
|
5. Mjög lélegt fóður |
0,50
|
Kg í m³
|
|||||||||||||
FE í kg
|
90
|
100
|
115
|
120
|
125
|
130
|
140
|
150
|
160
|
170
|
200
|
240
|
600
|
0,87
|
78
|
87
|
100
|
104
|
109
|
113
|
122
|
131
|
139
|
148
|
174
|
209
|
522
|
0,80
|
72
|
80
|
92
|
96
|
100
|
104
|
112
|
120
|
128
|
136
|
160
|
192
|
480
|
0,73
|
66
|
73
|
84
|
88
|
91
|
95
|
102
|
110
|
117
|
124
|
146
|
175
|
438
|
0,60
|
54
|
60
|
69
|
72
|
75
|
78
|
84
|
90
|
96
|
102
|
120
|
144
|
360
|
0,50
|
45
|
50
|
58
|
60
|
63
|
65
|
70
|
75
|
80
|
85
|
100
|
120
|
300
|
Hér er miðað við að gerðar séu þær kröfur til búfjáreigenda að þeir eigi nóg fóður til að geta gefið búpeningi sínum dagsgjöf af gróffóðri í lengstu vetrum. Dagsgjöfin er áætluð ríflegt viðhaldsfóður þannig að einnig sé a.m.k. gert ráð fyrir fósturmyndunarfóðri og fóðri til nokkurra afurða. Þetta þýðir að sjálfsögðu að í meðalvetrum og skemmri eiga menn eftir fyrningar eða þeir nota hluta af heyfóðrinu til afurðamyndunar.
Þar sem vetur eru ekki alls staðar jafnlangir er gerður nokkur munur á gróffóðurþörf eftir landshlutum. Þannig má t.d. gera ráð fyrir að bóndi á norðurhluta landsins, t.d. á Ströndum eða Melrakkasléttu, þurfi nokkru meira fóður en sá sem býr undir Eyjafjöllum.
Landinu er skipt í tvö svæði og kemur fram í 1. töflu hver fóðurþörfin er á hvoru. Vegna umdæmaskipta eru mörkin sett að austan um Lónsheiði og að vestan um Hvalfjörð, þótt veðurfarsleg skipting sé nokkuð önnur.
Í 1. töflu er miðað við lágmarksgæði á heyjum (0,60 og 0,73 FE í kg þurrefnis) og rúllurnar eru 120 cm í þvermál, þéttar og frekar þurrar þegar rúllað er. Í sjálfu sér er þessi skipting ónákvæm eins og ýmislegt fleira í mati á fóðurþörf og fóðurforða, en heppilegra þykir að miða við sömu fóðurþörf í öllum sveitarfélögum á einu búnaðarsambandssvæði. Heildarfóðurþörf á hverju búi er fundin með því að margfalda saman fjölda gripa af hverri tegund og aldri, t.d. fjöldi kúa, kvígna, sauðfjár, hrossa o.s.frv. og fóðurþörf einstaklinga af hverri tegund og finna summuna síðan af þeim margfeldum.
1. tafla. Fóðurþarfir gripa yfir veturinn eftir landshlutum, miðað við ráðlagða notkun gróffóðurs.
í FE
|
í kg þurrefni
|
í kg þurrhey
(85%) |
fjöldi rúlla 120 cm í þvermál
|
|||||
S
|
N
|
S
|
N
|
S
|
N
|
S
|
N
|
|
Kýr |
2300
|
2450
|
3151
|
3356
|
3707
|
3948
|
15,0
|
16,0
|
Kvígur |
1230
|
1300
|
2050
|
2167
|
2412
|
2549
|
9,8
|
10,3
|
Geldneyti |
1200
|
1250
|
2007
|
2083
|
2361
|
2450
|
9,6
|
9,9
|
Kálfar |
670
|
710
|
918
|
973
|
1080
|
1144
|
4,4
|
4,6
|
Sauðfé |
170
|
180
|
283
|
300
|
333
|
353
|
1,3
|
1,4
|
Hross |
600
|
650
|
1000
|
1083
|
1176
|
1274
|
4,8
|
5,2
|
S = sunnanvert landið.
N = norðanvert landið.
Lágmarksfóðurþarfir teljast vera 80% af þessum tölum.