Reglugerð þessi tekur til nýrra rafknúinna kælitækja, frystitækja og sambyggðra kæli- og frystitækja til heimilisnota skv. skilgreiningu í viðauka I, hér eftir nefnd kælitæki.
Reglugerðin tekur ekki til kælitækja sem geta nýtt sér annars konar orkugjafa, einkum rafgeyma og kælitækja til heimilisnota sem byggjast á gleypnilögmálinu og sérsmíðaðra tækja.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
Birgðasali: Sá aðili sem fyrst setur kælitæki á markað hér á landi, þ.e. innlendur framleiðandi eða innflutningsaðili.
Seljandi: Smásöluaðili eða annar sem selur, leigir, sýnir eða býður afnot af kælitækjum.
Kælitæki: Rafknúin kælitæki, frystitæki og sambyggð kæli- og frystitæki til heimilisnota skv. skilgreiningu í viðauka I.
Eingöngu er heimilt að setja á markað kælitæki er að hámarki nota raforku í samræmi við útreiknað hámarksgildi fyrir flokk þess skv. skilgreiningu í viðauka I. Birgðasali ber ábyrgð á að vörur hans uppfylli orkunýtnikröfur skv. reglugerð þessari.
Óheimilt er að takmarka eða hindra markaðssetningu kælitækja ef þau uppfylla kröfur reglugerðar þessarar um orkunýtni og bera CE-merkið til marks um það.
Litið er svo á að kælitæki sem bera CE-merkið sem krafist er skv. 5. gr. samrýmist ákvæðum þessarar reglugerðar nema færðar séu sönnur á hið gagnstæða.
Ef kælitæki lúta ákvæðum annarra laga og reglugerða um aðra þætti þar sem einnig er kveðið á um CE-merkingu skal litið svo á að merkingin gefi einnig til kynna að kælitækin sem um ræðir séu í samræmi við ákvæði þeirra reglugerða nema færðar séu sönnur á hið gagnstæða.
Ef birgðasalanum er skv. ákvæðum fyrrgreindra laga og reglugerða heimilt, á aðlögunartímabili, að velja hvaða reglum hann beitir skal CE-merkingin eingöngu gefa til kynna samræmi við ákvæði þeirra reglna sem hann beitir. Sé sú raunin skal tilvísunarnúmer þeirra reglugerða koma fram í áletrunum, gögnum eða leiðbeiningum sem fylgja kælitækjunum.
Reglur um samræmismat og skyldur varðandi CE-merkingu kælitækja koma fram í viðauka II.
Þegar kælitæki eru sett á markað skulu þau bera CE-merkið sem er samsett af upphafsstöfunum "CE". Útlit merkisins sem nota skal er sýnt í viðauka III. CE-merkið skal fest á kælitæki og umbúðirnar, þar sem við á, þannig að það sjáist vel og sé læsilegt og óafmáanlegt.
Ekki er heimilt að setja á kælitæki merki sem líkleg eru til að villa um fyrir þriðja aðila hvað varðar þýðingu og form CE-merkisins. Setja má hvers konar aðrar merkingar á tækin, umbúðir þeirra, leiðbeiningarblað eða önnur skjöl, að því tilskyldu að CE-merkingin sjáist vel og sé læsileg.
Birgðasala er skylt að halda skrá yfir öll kælitæki sem hann hefur á boðstólum. Hann skal einnig hafa tiltæk afrit af samræmisyfirlýsingum og tæknigögnum, sbr. viðauka II.
Seljanda er skylt að halda skrá með upplýsingum um birgðasala allra þeirra kælitækja sem hann hefur á boðstólum.
Iðnaðarráðherra fer með framkvæmd reglugerðar þessarar en yfireftirlit skal vera í höndum Löggildingarstofu.
Eftirlitsaðila á vegum Löggildingarstofu er heimilt að skoða kælitæki hjá birgðasala og seljanda, taka sýnishorn til rannsóknar og krefjast afrita af skrám og öðrum gögnum sem þessum aðilum er skylt að halda.
Ef kælitæki uppfyllir ekki ákvæði II. kafla getur Löggildingarstofa bannað sölu þess.
Ef birgðasali torveldar skoðun eða rannsókn á kælitæki getur Löggildingarstofa bannað sölu þess.
Löggildingarstofu ber að tilkynna birgðasala um rökstudda ákvörðun sína svo fljótt sem unnt er.
Birgðasala skal veittur 10 daga frestur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þ.m.t. fara fram á prófun kælitækisins hjá faggiltri prófunarstofu. Skal hann greiða allan kostnað við prófunina nema í ljós komi að kælitækið uppfylli kröfur reglugerðarinnar.
Ef Löggildingarstofa bannar sölu kælitækis eða hindrar á annan hátt markaðssetningu kælitækis á grundvelli reglugerðar þessarar skal hún tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA ákvörðun sína, ásamt rökstuðningi og útskýringum.
Með tilkynningar skv. þessari grein skal að öðru leyti farið í samræmi við reglur sem gilda á hinu Evrópska efnahagssvæði.
Ákvörðun Löggildingarstofu getur hlutaðeigandi skotið til úrskurðar til iðnaðarráðuneytisins innan þriggja mánaða frá því að aðila var kunnugt um ákvörðunina eða mátti vera um hana kunnugt. Að öðru leyti gildir 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um kærufresti.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 51/2000 um orkunýtnikröfur.
Reglugerðin er sett á grundvelli eftirfarandi ákvæða EES-samningsins, sbr. IV. kafla II. viðauka við samninginn:
1. | tilskipun ráðsins 96/57/EB frá 3. september 1996 um kröfur um orkunýtni kæliskápa, frystiskápa og sambyggðra kæli- og frystiskápa til heimilisnota (tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB); |
2. | ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 87/97 frá 9. desember 1997 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn. |
Flokkur | Lýsing |
1. | Kæliskápur án frystihólfs1) |
2. | Kæliskápur/svalaskápur með hólfi með 5°C og/eða 12°C |
3. | Kæliskápur með frystihólfi, án stjörnumerkingar |
4. | Kæliskápur með frystihólfi(*) |
5. | Kæliskápur með frystihólfi(**) |
6. | Kæliskápur með frystihólfi(***) |
7. | Frystiskápur/frystir með frystihólfi(****) |
8. | Frystiskápur |
9. | Frystikista |
10. | Kæliskápur/frystir með fleiri hurðir en tvær eða önnur tæki sem ekki eru talin hér að ofan. |
Xc
|
Yc
|
|
Svalahólf |
1,25
|
1,35
|
Kælihólf |
1,20
|
1,30
|
0°C-hólf |
1,15
|
1,25
|
Hólf án stjörnumerkingar |
1,15
|
1,25
|
Einnar stjörnu (*) hólf |
1,12
|
1,20
|
Tveggja stjörnu (**) hólf |
1,08
|
1,15
|
Þriggja (***) og fjögurra stjörnu (****) hólf |
1,05
|
1,10
|
Flokkur | Lýsing | (Emax) (kWh/24 st) |
1. | Kæliskápur án frystihólfs | (0,207*Vadj+218)/365 |
2. | Kæliskápur/svalaskápur með hólfi með 5°C og/eða 12°C | (0,207*Vadj+218)/365 |
3. | Kæliskápur með frystihólfi, án stjörnumerkingar | (0,207*Vadj+218)/365 |
4. | Kæliskápur með frystihólfi(*) | (0,557*Vadj+166)/365 |
5. | Kæliskápur með frystihólfi(**) | (0,402*Vadj+219)/365 |
6. | Kæliskápur með frystihólfi(***) | (0,573*Vadj+206)/365 |
7. | Frystiskápur/frystir með frystihólfi(****) | (0,697*Vadj+272)/365 |
8. | Frystiskápur | (0,434*Vadj+262)/365 |
9. | Frystikista | (0,480*Vadj+195)/365 |
Hiti í kaldasta hólfi | Flokkur | Emax (kWh/24 st) |
>-6°C | 1/2/3 | (0,207*Vadj+218)/365 |
£-6°C (*) | 4 | (0,557*Vadj+166)/365 |
£-12°C (**) | 5 | (0,402*Vadj+219)/365 |
£-18°C (***) | 6 | (0,573*Vadj+206)/365 |
£-18°C (****) | 7 | (0,697*Vadj+272)/365 |
1. | Í þessari aðferðareiningu er því lýst hvernig birgðasali sem rækir þær skyldur sem lýst er í 2. lið, ábyrgist og lýsir yfir að kælitækið fullnægi kröfum þessarar reglugerðar. Birgðasali skal ganga úr skugga um að hvert kælitæki sem hann framleiðir og/eða setur á markað sé CE-merkt og að tiltæk sé skrifleg samræmisyfirlýsing. |
2. | Birgðasali skal hafa tækniskjölin sem lýst er í 3. lið tiltæk til skoðunar fyrir viðkomandi yfirvöld í landinu í minnst þrjú ár eftir að síðasta tækið hefur verið framleitt. |
3. | Tækniskjölin skulu gera kleift að meta samræmi kælitækisins við kröfur þessarar reglugerðar. Þau skulu, að svo miklu leyti sem máli skiptir fyrir slíkt mat, taka til hönnunar, framleiðslu og vinnslu kælitækisins og innihalda: |
i. nafn og heimilisfang framleiðandans; | |
ii. almenna lýsingu á tegundinni sem nægir til óyggjandi auðkenningar á vörunni; | |
iii. upplýsingar, þar á meðal teikningar ef við á, um helstu hönnunarsérkenni tegundarinnar og einkum atriði sem hafa greinilega áhrif á raforkunotkun hennar svo sem mál, rúmmál, þjöppunareiginleika, sérstök einkenni o.s.frv.; | |
iv. notkunarleiðbeiningar, ef þær eru fyrir hendi; | |
v. niðurstöður mælinga á raforkunotkun gerðar samkvæmt 5. lið; | |
vi. gögn um samræmi þessara mælinga í samanburði við kröfur um orkunotkun samkvæmt I. viðauka. | |
4. | Nota má tækniskjöl, sem eru útbúin samkvæmt öðrum lögum og reglugerðum, að því tilskildu að þau uppfylli kröfur þessa viðauka. |
5. | Birgðasali ber ábyrgð á að staðfest sé raforkunotkun hvers kælitækis, sem reglugerð þessi nær til, í samræmi við verklagsreglur sem tilgreindar eru í Evrópustaðlinum EN 153 og jafnframt að kælitækið uppfylli kröfur 3. gr. |
6. | Birgðasali skal geyma afrit af samræmisyfirlýsingunni með tækniskjölunum. |
7. | Birgðasali skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að framleiðsluferlið tryggi að framleidd kælitæki séu í samræmi við tækniskjölin sem um getur í 2. lið og við kröfur reglugerðarinnar sem gilda um þau. |