Matvælaráðuneyti

1428/2024

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 144/2022, um stuðning við sauðfjárrækt.

1. gr.

Við 23. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsl. svohljóðandi:

Þá eru fjármunir vegna ónýttra beingreiðslna nýttir í fjárfestingarstuðning.

 

2. gr.

Í stað tölunnar "20%" í 1. málsl. 1. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar kemur: 40%.

 

3. gr.

Tafla í 2. mgr. 29. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Fjöldi vetrarfóðraðra kinda á búinu Stuðull 
101-200 0,7
201-300 2,1
301-400 2,7
401-500 3,0
501-600 3,5
601-700 4,0
701-800 4,5
801 og fleiri 5,0

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993. Reglugerðin öðlast þegar gildi, nema ákvæði 3. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2025.

 

Matvælaráðuneytinu, 12. nóvember 2024.

 

Bjarni Benediktsson.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica