1. gr.
Við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
Nefndin skal enn fremur gæta þess að umsóknir uppfylli skilyrði ákvæða 54. gr. reglugerðar (ESB) nr. 651/2014 um almenna hópundanþágu frá tilkynningarskyldu, þar sem tilgreindir eru tilteknir flokkar aðstoðar sem samrýmast innri markaðnum til beitingar á 107. og 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins.
2. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Telst nefndin vera "veitingarvald" í skilningi reglugerðar (ESB) nr. 651/2014 um almenna hópundanþágu frá tilkynningarskyldu.
3. gr.
Í stað orðsins "ráðuneytinu" í 2. málslið g-liðar 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: nefnd um endurgreiðslur.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 8. gr. laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi nr. 43/1999 og öðlast þegar gildi.
Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 27. júní 2024.
F. h. r.
Ingvi Már Pálsson.
Brynja Stephanie Swan.