Matvælaráðuneyti

332/2024

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020 um innflutning hunda og katta.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við titil ákvæðisins bætast orðin: og flutningsmáti.
  2. Á eftir 1. mgr. bætist við ný málsgrein svohljóðandi:
    Óheimilt er að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Bann við flutningi í farþegarými á ekki við um vottaða hjálparhunda né hunda eða ketti í millilendingum á Íslandi.

 

2. gr.

Við 10. gr. reglugerðarinnar bætist svohljóðandi málsliður: Matvælastofnun er þó heimilt að gefa kost á að slík dýr séu tafarlaust send úr landi sé smitvörnum ekki ógnað.

 

3. gr.

Viðauki I við reglugerðina verður svohljóðandi:

1)    Lönd án hundaæðis: 

 
Austurríki
Ástralía
Belgía
Bretland
Búlgaría
Danmörk
Eistland
Finnland
Frakkland
Færeyjar
Grikkland
Holland
Írland
Ísland
Ítalía
Japan
Króatía
Kýpur
Lettland
Liechtenstein
Litháen
Lúxemborg
Malta
Noregur (að Svalbarða frátöldum)
Portúgal
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Singapore
Slóvenía
Spánn
Sviss
Svíþjóð
Tékkland
Þýskaland

 

2)    Lönd þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum:

 
Bandaríkin
Bosnía
Grænland
Hersegóvina
Kanada
Pólland
Rúmenía
Serbía
Slóvakía
Taívan
Tyrkland
Ungverjaland

 

3)    Áhættulönd m.t.t. hundainflúensu:

Bandaríkin
Kanada
Singapore

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum nr. 55/2013, um velferð dýra.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi en kemur til framkvæmda frá og með 11. apríl 2024.

 

Matvælaráðuneytinu, 11. mars 2024.

 

Katrín Jakobsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica