1505/2023
Reglugerð um (17.) breytingu á reglugerð nr. 187/2015 um bragðefni og tiltekin innihaldsefni matvæla sem hafa bragðgefandi eiginleika til notkunar í og á matvæli.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist við einn nýr töluliður, 30. tölul., svohljóðandi:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/441 frá 28. febrúar 2023 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1334/2008 að því er varðar færslu 2-hýdroxý-4-metoxýbensaldehýðs á skrá Sambandsins yfir bragðefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 219/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 429.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a. laga nr. 93/1995 um matvæli.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 4. desember 2023.
Svandís Svavarsdóttir.