1503/2023
Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 88. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/454 frá 2. mars 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 37/2010 að því er varðar flokkun efnisins toltrasúríls með tilliti til hámarksgildis leifa í matvælum úr dýraríkinu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 261/2023, frá 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85, frá 23. nóvember 2023, bls. 88.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 4. desember 2023.
Svandís Svavarsdóttir.