Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti

582/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 100/2020 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.

1. gr.

Við 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi stafliður:

  1. dvalarleyfiskort, útgefin af Útlendingastofnun, þó ekki bráðabirgðadvalarleyfi skv. 77. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga.

 

2. gr.

Í stað orðsins "Neytendastofa" í 1. mgr. 3. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglu­gerðinni kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Fjarskiptastofa.

 

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 8. gr. laga um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti nr. 55/2019, með síðari breytingum, og tekur gildi 1. júlí 2023.

 

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. maí 2023.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ásdís Halla Bragadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica