1035/2022
Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 1205/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um aukefni í fóðri.
1. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast fjórir nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2051 frá 24. nóvember 2021 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus velezensis PTA-6507, Bacillus velezensis NRRL B-50013 og Bacillus velezensis NRRL B-50104 sem fóðuraukefni fyrir eldiskalkúna (leyfishafi er Danisco Animal Nutrition og fulltrúi hans er Genencor International B.V.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2022, frá 10. júní 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 47, frá 7. júlí 2022, bls. 14.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2080 frá 26. nóvember 2021 um leyfi fyrir L-histidínmónóhýdróklóríðmónóhýdrati, sem er framleitt með gerjun með Escherichia coli NITE SD 00268, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir að undanskildum fiskum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2022, frá 10. júní 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 47, frá 7. júlí 2022, bls. 18.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2090 frá 25. nóvember 2021 að því er varðar synjun um leyfi fyrir títandíoxíði sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2022, frá 10. júní 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 47, frá 7. júlí 2022, bls. 23.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/271 frá 23. febrúar 2022 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1760 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis DSM 25841 sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir svína, þar með taldar gyltur, aðrar en mjólkandi gyltur, í því skyni að hafa jákvæð áhrif á mjólkurgrísi (leyfishafi er Chr. Hansen A/S). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 203/2022, frá 8. júlí 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 53, frá 11. ágúst 2022, bls. 26.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 25. ágúst 2022.
Svandís Svavarsdóttir.