Matvælaráðuneyti

934/2022

Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 674/2017 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast fjórir nýir töluliðir, 26., 27., 28. og 29. tölul., svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1891 um breytingu á XIV. og XV. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar innflutning til Sambandsins og umflutning gegnum það á aukaafurðum úr dýrum og afleiddum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 62.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1925 um breytingu á tilteknum viðaukum við reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar kröfur um setningu tiltekinna skordýravara á markað og aðlögun afmörkunaraðferðar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 83.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1699 um breytingu á VIII. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar fyrirmynd að heilbrigðisvottorði vegna tilflutninga á sendingum af aukaafurðum úr dýrum frá takmörkunarsvæðum sem komið var á fót til forvarna og varna gegn tilteknum skráðum sjúkdómum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 35.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1929 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar skilyrði fyrir útflutningi á tilteknum lífrænum áburði og jarðvegs­bætum sem innihalda efni í 2. flokki. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 105/2022, frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. maí 2022, bls. 199.

Reglugerðin skal gilda með þeim aðlögunum sem fram koma í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2022 og þeim takmörkunum sem leiða af I. kafla I. viðauka við EES-samn­inginn.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 29. gr. a laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli, öll með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 23. júní 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica