Matvælaráðuneyti

711/2022

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429.

1. gr.

Við reglugerðina bætast fjórir nýir töluliðir, 22., 23., 24. og 25. tl., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1727 frá 29. september 2021 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða svæði þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/364 frá 2. mars 2022 um breytingu á V. og XIV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 að því er varðar færslurnar fyrir Kanada, Breska konungsríkið og Bandaríkin í skránum yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af alifuglum, kímefnum úr alifuglum og nýju kjöti af alifuglum og veiðifuglum til Sambandsins.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2172 frá 8. desember 2021 um breytingu á V. og XIV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 að því er varðar færslurnar fyrir Breska konungsríkið í skránum yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af alifuglum, kímefnum úr alifuglum og nýju kjöti af alifuglum og veiðifuglum til Sambandsins.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1469 frá 10. september 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/2235 að því er varðar að bæta við nýrri fyrirmynd að vottorði fyrir afurðir úr dýraríkinu sem eru upprunnar í Sambandinu, eru fluttar til þriðja lands eða yfirráðasvæðis og fluttar aftur til Sambandsins eftir affermingu, geymslu og endurfermingu í því þriðja landi eða yfirráðasvæði, um breytingu á fram­kvæmdar­­reglu­gerð (ESB) 2021/404 að því er varðar skrána yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn í Sambandið afurðir úr dýraríkinu sem eru upprunnar í Sambandinu og fara þangað aftur frá þriðja landi eða yfirráðasvæði og um breytingu á framkvæmdar­reglugerð (ESB) 2021/405 að því er varðar skrá yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins og tilteknar vörur sem eru upprunnar í Sambandinu og fara þangað aftur frá þriðja landi eða svæði þess.

 

2. gr.

Framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar sem nefndar eru í 1. gr. eru birtar sem fylgi­skjöl 1-4 við þessa reglugerð.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýra­lækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, öll með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 20. maí 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica