I. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 430/2021 um almennan stuðning við landbúnað,
með síðari breytingum.
1. gr.
1. og 2. málsl. 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar verða svohljóðandi: Ráðuneytið auglýsir eftir umsóknum árlega. Umsóknum skal skila inn í rafrænt umsóknarkerfi og skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:
II. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 1273/2020 um stuðning við garðyrkju, með síðari breytingum.
2. gr.
1. og 2. málsl. 1. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar verða svohljóðandi: Ráðuneytið auglýsir eftir umsóknum árlega. Umsóknum skal skila inn í rafrænt umsóknarkerfi og skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 18. maí 2022.
Svandís Svavarsdóttir.
Elísabet Anna Jónsdóttir.