Matvælaráðuneyti

451/2022

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 234/2020 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi með matvælum, fóðri o.fl.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, öðlast eftir­taldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2305 frá 21. október 2021 um að bæta við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 reglum um í hvaða tilvikum og við hvaða skilyrði lífrænt ræktaðar vörur og vörur í aðlögun eru undanþegnar opinberu eftirliti á landamæraeftirlitsstöðvum, hvar opinbert eftirlit með slíkum vörum á að fara fram og um breytingu á framseldum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2123 og (ESB) 2019/2124. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 40/2022 frá 4. febrúar 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 17. febrúar 2022, bls. 793.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1935 frá 8. nóvember 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/723 að því er varðar upplýsingar og gögn um lífræna framleiðslu og merkingar lífrænt ræktaðra vara sem á að leggja fram með því að nota staðlaða fyrirmynd að eyðublaði. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 40/2022 frá 4. febrúar 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 17. febrúar 2022, bls. 818.

 

2. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 12. apríl 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica